Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 204
Skírnir
Ritfregnir
201
rannsakar hann notkun lýsingarorða í setningu (t. d. ,,attributiv“ :
þú munt hitta | Heimis byggðir | ok glaðr vera | gestr þjóðkonungs
— eða „appositionell" : inn ítri pðlingr — eða í stað nafnorðs :
svá skal frækn fiándum verjaz — o. s. frv.). Enn athugar hann,
hvort lýsingarorð sé venjulegt skrautorð eða nauðsynlegt (sbr. t. d.
it gjalla gull, ráðspakir rekkar eða illt er blauðum hal brautir
kenna). Enn er sérstakur kafli um notkun skrautorða (lýsingar-
orða) sem forsögn (t. d. sem fyr ulfi | óðar rynni | geitr af fjalli —)
og annar um tegundir samsettra orða og loks sérstakur kafli um
þau orð (aðallega nafnorð), er lýsingarorðin eru bundin við („die
Trager der Adjektiva“, sem eru ýmist hlutlæg orð (menn, dýr,
hlutir), atburðaorð (verk manna og dýra t. d.) eða huglæg orð,
abstrakta eins og vilji, hugur, frægð o. s. frv.). Alla þessa mögu-
leika og marga fleiri hefii' höf. rannsakað af mikilli elju og búið
til 53 töflur um þessa mismunandi notkun lýsingarorða og eðli
þeirra í hverju einstöku kvæði og borið saman niðurstöðurnar.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að elztu kvæðin noti fleiri lýs-
ingarorð, einnig samsett orð, en yngri kvæðin. Meira ber á skraut-
orðum, einkum á samsettum lýsingarorðum, í eldri kvæðum en
yngri. Fyrri liður samsettra orða er i eldri kvæðum einkum nafn-
orð (hlutlægt), en síðari liður lýsingarorð, dregið af sögnum (sbr.
t. d. silfrvafðr, hringofinn). í síðari kvæðum ber meira á lýsingai'-
orðum i fyrra lið samsettra orða (harðgreipr, stórleitr). í eldri
kvæðum bér meira á lýsingarorðum, sem lýsa ytri einkennum
manna, eru hlutlæg, í yngri kvæðunum eru einkum lýsingarorð, sem
eru huglæg, lýsa sálarlífi manna og eiginleikum. Breytingar á lifs-
skoðun koma greinilega i ljós í þessari breyttu notkun lýsingar-
orða. Hyggur höf., að kristnar lífsskoðanir valdi þessum breyting-
um. Heimsmynd heiðingjanna var afmörkuð og fastskorðuð, en er
kristnin kom, snerust hugmyndii' manna um annað líf og sálar-
ástand manna, en atburðir þessa lífs urðu lítilsvii'ði. Með þessum
rannsóknum hyggst höf. að varpa nýju ljósi á skoðanir manna á
aldri og' innbyrðis afstöðu ýmissa Eddukvæða (þessar rannsóknir
virðast t. d. styðja skoðun Genzmers, að Þórbjprn hornklofi, höf-
undur Hrafnsmála, hafi einnig ort Atlakviðu, sjá ritgerð hans í
Arkiv 42, 97 nn.), en einkum þó að sýna fram á, hversu breyttar
lífsskoðanir komi í ljós i notkun lýsingarorðanna. Hann kemst svo
að oi'ði, að stíll eldri kvæðanna kunni að vera suðurgermanskur,
en stíll yngri kvæðanna norðurgermanskur og bendir á, að ef til
vill hafi Norður-Germanir frá fornu fari haft sérstakan áhuga á
sálarlífslýsingum og myrkur og einvera íslands hafi átt sinn þátt
í því. Ber að lofa það, að höf. er mjög gætinn í fullyrðingum sin-
um um orsakir þessara lífsskoðanabreytinga, er hann les út úr töfl-
um sínum um notkun lýsingarorða. Það má fullyrða, að höf. hafi