Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 168
Skírnir
Æfintýraatvik í Auðunar þætti vestfirzka
165
eitt dýrit“; ok segir konungi síðan hversu farit hafi með
þeim Áka, ármanni hans. Konungr mælti: „er þat satt,
Áki, er hann segir?“ „Satt er þat“, segir hann. Konungr
mælti: „ok þótti þér þat til liggja, þar sem ek settak þik
mikinn mann, at hepta þat eða tálma, er maðr gþrðisk til
at færa mér gþrsemi ok gaf fyrir alla eign? Ok sá þat Har-
aldr konungr at ráði at láta hann fara í friði, ok er hann
várr óvinr. Hygg þú at þá, hve sannlegt þat var þinnar
handar! Ok þat væra maklegt, at þú værir drepinn; en ek
mun nú eigi þat gþra, en braut skaltu fara þegar ór land-
inu ok koma aldregi aptr síðan mér í augsýn. En þér, Auð-
unn, kann ek slíka þþkk, sem þú gefir mér allt dýrit; ok
ver hér með mér“.
Um þessi skipti Auðunar og Áka ármanns hefir hvorki
Liestöl né aðrir mér vitanlega haft neitt að segja fram
yfir það, að Áki virðist ekki líklegur til að vera söguleg
persóna. En þessi skipti þeirra hafa lengi minnt mig á
annað æfintýri, sem mig minnir eg hafa lesið á íslenzku,
án þess þó að muna hvar (mér dettur í hug Alþýðubók
Þórarins Böðvarssonar, smásögur Péturs biskups Péturs-
sonar, eða barnablöðin). En æfintýrið var í sem stytztu
máli eitthvað á þessa leið:
Fátækur maður vill færa konungi gjöf, en dyravörður
konungs hleypir honum ekki inn, fyrr en hann hefir lofað
honum helming launanna. Þegar konungur svo spyr, hvað
hann vilji hafa fyrir gjöfina, biður hann um tólf vandar-
högg á bert bakið. Að sex meðteknum skipar hann að hætta
flengingunni og gefa dyraverði afganginn.
Eg vil ekki ábyrgjast, að sagan hafi hljóðað nákvæm-
lega svo, en eitthvað á þessa leið var hún. Að hún sé ekki
íslenzk má ráða af því, að Einar ÓL Sveinsson hefir ekki
tekið hana upp í Verzeichnis islándischer Márchenvarian-
ten (FFC N:o 83, 1929). Hins vegar er hún vel þekkt og
útbreidd í flestum eða öllum löndum Evrópu og Vestur-
Asíu að minnsta kosti. Antti Aarne hefir skráð atvikið,
að fá sinn skerf af launum og höggum í Finnische Már-
chenvarianten (FFC N: o 5, 1911) undir númerinu 1611,