Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 169
166
Stefán Einarsson
Skírnir
og undir sama númeri má finna það í Oskar Hackman,
Katalog der Márchen der finnlándischen Schweden (FFC
N:o 6, 1911), A. Aarne, Estnische Márchen- und Sagen-
varianten (FFC N:o 25, 1918) og Mourits de Meyer, Les
Contes Populaires de la Flandre (FFC N :o 37, 1921). Enn
má finna æfintýrið undir sama númeri hjá Antti Aarne
og Stith Tompson, The Types of the Folk-tale (FFC N:o
74, 1928), og loks er atvikið skráð (sem „Strokes shared“)
undir númerinu K 186 í Stith Thompson’s Motif-Index of
Folkliterature (FFC N :o 106—9, 116—17). Af bókum,
sem nefndar eru í þessum verkum, en óþarfi er hér upp
að telja, má sjá, að æfintýrið eða atvikið kemur fyrir í
Rússlandi, Arabíu (1001 nótt), Þýzkalandi (Æfintýri
Grimms), Englandi, og vafalaust víðar eins og strax mun
sýnt. I miðenskum bókmenntum er þetta atvik vel þekkt
úr rímum af Sir Cleges (The metrical romance of Sir C.).
Sir Cleges, sem áður hefir verið riddari Uthers konungs,
hefir misst allar eignir sínar fyrir ölmusugæði og dregið
sig í hlé frá hirðinni. Á jóladag hefir hann lítið að bíta og
brenna, gerir hann þá bæn sína í garði sínum, en að því
loknu sér hann sér til mikillar undrunar kirsiber spretta
á grein yfir höfði sér. Að ráði konu sinnar tínir hann ber-
in og ætlar að færa þau konungi. Dyravörður (porter),
þjónn (usher) og ármaður (stewart) konungs krefjast,
hver fyrir sig, þriðjungs launa þeirra, er hann kunni að
fá. Konungur þiggur gjöfina, en Cleges krefst tólf vandar-
högga handa hverjum þeim, er hann nefni til. Fá þeir fé-
lagar hver sinn skerf. Segir Cleges síðan upp alla sögu,
og þykir hún kátleg næsta, en konungur kannast þá við
hann, gerir hann að ármanni sínum og gefur honum kast-
alann Cardiff.
1 tilefni af þessari sögu hefir John R. Reinhard skrifað
langa ritgerð, „Strokes shared“, í The Journal of Ameri-
can Folk-lore 1923, 36:380—400. Rekur hann þar ýmsar
gerðir æfintýrsins, allt frá hinni einföldustu mynd þess
um hina Assýrsk-Babýlonsku gyðju Ishtar, sem varð að
gjalda dyraverði heljar toll, áður en hún fengi þar inn-