Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 171
168
Stefán Einarsson
Skírnir
þessara gerða væri eldri. Að órannsökuðu máli skyldi
maður ætla að hinar einfaldari, frumstæðu gerðir væru
elztar, enda tilfærir Reinhard sumar þeirra aftan úr forn-
eskju. Auðunar þáttur er og eldri en saga Sacchettis:
Morkinskinna er frá fyrsta f jórðungi 13. aldar, en Novelle
Sacchettis frá 14. öld, að því er þeir J. Bolte og G. Polivka
telja (í Anmerkungen zu den Kinder u. Hausmárchen der
Brúder Grimm, I, 62—65). Þeir telja elztu dæmi högga-
skerfssagnanna vera frá 14. öld og nefna enn til þess sögu
í Summa Predicantium eftir Jóhannes frá Bromyard, ensk-
an dóminikana, auk sögunnar um Sir Cleges; ennfremur
færa þeir til sögu úr 90. kapítula Gesta Romanorum, sem
þeir hyggja upprunalega að gerð, og skal hún því hér til-
færð (eftir T. Wright, Selections of Latin Stories, Lond-
on 1842, viii, p. 122) :
Bóndi nokkur færði Friðrik keisara ávexti, en dyravörð-
ur lét hann ekki komast inn, fyrr en hann hafði lofað hon-
um helming launanna. Keisari varð glaður við og spurði,
hvað bóndi vildi hafa. „Hundrað högg“, var svarið. Er
keisari frétti orsökina, lét hann greiða bónda fimmtíu létt
högg, en afganginn vel úti látinn til dyravarðar.
Reinhard virðist heldur ekki þekkja höggaskerfssög-
una frá eldri tímum í Evrópu. Og gerðir þær, sem hann
tilfærir úr Þúsund og einni nótt (eg hefi ekki fundið þær
í íslenzku þýðingunni) eða úr sögum Nasreddins, eru heldur
ekki sannanlega eldri, að einni merkri sögu undantekinni.
Þessi saga kemur nefnilega fyrir í miklu eldri arabiskri
heimild: Gullvellir og gimsteinanámur, eftir arabiska
sagnaritarann Masúdi (Áli ibn Husain, al-Masúdi). Mas-
údi var fæddur í Bagdad um aldamótin 900, skömmu eftir
að ísland tók að byggjast, og hann lifði fram yfir miðja
öldina (dáinn um 956). Talið er, að hann hafi lokið við
hið mikla sagnasafn sitt, Gullvelli, 947. Það er heljarmik-
ið rit, var það gefið út og þýtt á frönsku í 9 bindum af
C. B. de Meynard (Les Prairies d’Or, París 1861—77).
Sagan, sem hér er um að ræða, er í 8. bindi, bls. 161:
í Bagdad var sögumaður að nafni Ibn el-Magazili, og