Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 103
Guðbr. Jónsson
Píus páfi XI
í Heljarslóðarorrustu segir, að „liggr Langbarðaland
austr af Mundíufjöllum; þar er Maíland; þar var járn-
krúnan; þar eru Feneyjar og byggðar í sæ; þar eru hallir
miklar og kvennafar; þar er Mantua, þar er borinn Vir-
gilíus skáld“. Allt er þetta enn með ummerkjum eins og
var. Járnkrúnan er, eins og hún hefir allt af verið, í Monza,
og í Feneyjum eru enn miklar hallir, hvað sem um annað
kann að vera, sem þarna er getið, en af mörgu hefir þetta
hérað orðið frægt síðan Gröndal ritaði þessa lýsingu, og
margir staðir hafa þar orðið nafnkenndir síðar. Meðal
þeirra er kauptúnið Desio. Það liggur skammt frá Mai-
land, sem ítalir kalla Milano, og er heldur fámennt á er-
lenda vísu, því að íbúarnir eru um 11 þúsund. Ekki hefir
Desio orðið fræg af því, sem Gröndal telur Feneyjum til
gildis, því að þar býr guðhrætt og skikkanlegt fólk, og höll
er þar ekki nema ein, svo kölluð Villa Traversi, en hún er
nafntoguð vegna hins fagra blómgarðs, sem henni fylgir-
Þó hann kunni að vísu að vera fagur, tókst honum samt
ekki að gera nafnið Desio heimsfleygt. Sú frægð er ný af
nálinni, aðeins 17 ára, og hófst 1922, er Achilles Ambró-
sius Damíanus Ratti frá Desio var settur á Péturs stól.
Á Langbarðalandi búa, sem annars staðar á Appenína-
skaganum, Italir, en ákaflega er kyn þeirra þar blandað,
eins og eðlilegt er. Þegar fyrst fara sögur af, byggði hér-
aðið kynþáttur sá, er Etrúskar heitir, og vita menn ekk-
ert um uppruna þeirra; um 500 árum fyrir Krist byggð-
ist það Keltum, en 222 f. Kr. varð það rómverskt skatt-
land og kallað Gallia cisalpina. Er tímatal vort hófst voru
íbúarnir því kynblendingar Etruska, Kelta og Rómverja.