Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 158
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
155
Ber hann hlutskipti írlands saman við örlög ísraels-
manna í útlegðinni í Babýlon. Ennfremur segir hann:
„Þeir Gratton og Curran við þinginærðar mál,
voru miklir sem Sheridan orða dyns hreim“.
Eru þau ummæli nauðalík orðum Byrons:
„Thy Grattan, thy Curran, thy Sheridan all,
Who for years were the chiefs in the eloquent war“.
„Grattan þinn, Curran þinn, og Sheridan þinn,
sem árum saman voru mæringarnir á mælsku-þingum“.
Seinni hluti vísu þeirrar úr kvæði Gísla, er upphafslín-
urnar voru tilfærðar úr, eru niðurlagsljóðlínurnar úr
xxxi. erindinu úr kvæði Byrons „The Irish Avatar“:
„Það er einhver sá varmi í Irlendings sál,
að eg öfunda dauðan sjálfan með þeim!“
Sýnir tilvitnun þessi, að Gísli hefir verið kunnugur
nefndu kvæði Byrons, og hafði það meira að segja í huga,
er hann orti þetta írlandskvæði sitt, og styrkir næsta er-
indi kvæðisins þá skoðun:
„Svo kvað skáldið hið göfga, er unni þér, ey
hinna eldheitu sálna, og fornkveðnum óð!
Ef lifði’ hann enn, víkinga fær’ hann á fley,
að fylgja þér einn nú við Darraðar ljóð“.
1 neðanmálsgrein við vísuna skýrir höfundur, að hér sé
átt við Byron og vitnar ennfremur í „The Irish Avatar“.
Mun það því eigi út í bláinn, að það kvæði hafi verið
Gísla til fyrirmyndar, er hann orti írlandsóð sinn, eða
að minnsta kosti beint huga hans að því yrkisefni.
Frelsisást Gísla og brennandi áhugi hans á frelsishreyf-
ingum samtíðarinnar kemur einnig í ljós í mörgu því, er
hann ritaði í óbundnu máli. Mikill meiri hluti Norðurfara
fjallar um þau efni, og er ritið að því leyti algerlega hlið-
stætt framannefndum kvæðum hans um frelsisbaráttu
ýmsra þjóða og stétta.