Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 189
186
Ritfregnir
Skírnir
hefir lýst miklu meiri kunnugleika,, sbr. orðin: „Hestar váru í
Dyngju“ (106. bls. nm.). Þessu hefir endurritari bersýnilega breytt,
af því að hann hefir ekki skilið það vegna ókunnugleika, en ef hægt
er að færa líkur fyrir því, að einum stað hafi verið breytt af ásettu
ráði, er hæpið að fullyrða nema svo kunni að vera víðar.
Hallfreðar saga er einna verst viðureignar þeirra sagna, sem
eru í þessu bindi, vegna þess að hún er til í tveimur gerðum, og er
önnur þeirra fleyguð inn í Ólafs sögu Tryggvasonar hina miklu,
en útgefandi hefir komizt vel frá því, hvernig með textann skyldi
fara, úr því að ekki var hægt að prenta báðai' gerðirnar, sem óneit-
anlega hefði verið æskilegast. Hins vegar er margt óljóst, sem hann
ritar um hana í formálanum, bæði um samband hinna tveggja gerða
og afstöðu þeirra til annarra rita. Af því leiðir aftur, að aldur
hennar verður nokkurri þoku hulinn. Útgefandi er enginn fullyrð-
ingamaður. Hann reynir aldrei að sveig'ja niðurstöður sínar eftir
ákveðnum óskum, heldur tínir til, af frábærri samvizkusemi og ná-
kvæmni, öll rök, stór og smá, er hann hefir komið auga á, um hvert
einstakt atriði. A hinn bóginn má segja, að hann geri sér ekki
nægilegt far um að meta rölcin. Sum eru mjög léttvæg, önnur þung
á metunum, en stundum er þeim gert of jafnt undir höfði, svo að
lesandanum getur virzt eitt rífa annað niður. Það er bent á marg-
ar leiðir, en ekki alltaf hver þeirra er líklegust. Stundum vantar
lítið annað en skerpu eða harðfylgni til þess að úr góðri athugun
geti orðið snjöll lausn. Af þessum ástæðum eru sumir kaflar for-
málans ekki eins ljósir og læsilegir og vera skyldi. Þessi útgáfa á
að vera gerð svo úr garði, að hver sæmilega greindur maður, er
skilur íslenzku, geti lesið hana sér til gagns og ánægju, en því mið-
ur mun sumt i formálanum jafnvel þvælast fyrir mönnum, er sér-
staklega hafa kynnt sér þau efni. T. d.i má taka smáleturskaflann
á xxxjv. bls., þar sem rætt er um Vatnsdælu-útdráttinn í Þórðai'-
bók. Röksemdafærslan er þar svo óljós og tvíveðrungsleg, að tor-
velt er að fylgja hugsanaþræðinum, og niðurstaðan verður eftir
því. Helzt virðist útgefandi hallast að þessu: ,. . . vii'ðist mér hugs-
anlegt, að í Mb. (o: Melabókargerð Landnámu) hafi í öndverðu
ekki staðið neinn útdráttur úr Vatnsdælu, heldur hafi einhver eftir-
ritari, sem þekkti A (o: Vatnsdælu-útdráttinn eins og hann er í
S'tui'lubók og' Hauksbók), hneykslazt á því, hve Mb. var stuttorð,
og tekið upp kaflann og aukið hann um leið eftih Vatnsd. og bætt
síðan við B (o: framhaldi útdráttarins, sem aðeins er í Þórðarbók) ;
um hitt má þó deila, hvort þessi maður er skrifari Mbr. (o: skinn-
handrits þess ar Mb., sem enn er til brot af) eða einhver annar“.
í raun og veru ætti að standa hér lítt hugsanlegt í stað hugsanlegt,
því að enn er til svo mikið af Mbr. að sjá má, að það er algerlega
óháð Stb.-Hb., og það hefði verið furðanlega duttlungafullur mað-