Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 97
94
Jakob Thorarensen
Skírnir
úrslitunum réði, eftir að henni tók að renna reiðin, þó að
fjölmargt fleira kæmi að sönnu til greina. En það hafði
undarlega margt gengið eftir af því, sem hann staðhæfði
á þeim afdrifaríka maímorgni.
Og þess vegna sökkti hún sér iðulega niður í draumóra
um þann, er hún bar undir belti: Þegar á fyrsta ári hlyti
hann að verða ákaflega frábrugðinn öðrum börnum, skýr-
legri, einstæðari, skemmtilegri, — kannske orgsamur þó
eða uppivöðslumikill fram eftir barnsaldrinum, meðan
hann væri að vitkast, en hann yrði bara enn dásamlegri
fyrir það. Og á því myndi ríða lífið, að hann yrði látinn
sem mest sjálfráður og fengi vilja sínum framgengt um
hvern hlut, eftir því sem við yrði komið. Þess háttar börn
vissu nefnilega betur en þeir, sem fullorðnir voru, því að
forustan var þeim í blóðið borin.
Um það leyti sem hann yrði kristnaður, eða jafnvel
miklu fyrr, mundi stórmennið vafalaust tekið að bruma
eða skjóta frjósprotum í allar áttir. En sennilega yrði
samt hinn óumdeildi þjóðarforingi naumast fyllilega út-
sprunginn fyrr en um tvítugsaldurinn eða litlu síðar.
Ó, hversu dýrðlega uppreisn myndi eigi þvílíkur sonur
veita henni í alþjóðaraugum, — henni, sem steypt hafði
sér fúshuga út 1 syndir og tvísýnu eða varpað frá sér öll-
um svonefndum skyldum, til að sinna þeirri mikilvægu
köllun að gerast móðir — móðir lýðveldisforseta — eða?
. . . Nei, það þorði hún reyndar alls ekki að segja. En eitt-
hvað, sem var í námunda þess, glitraði þó oftlega í huga
hennar.
Annað veifið var hún þó eðlilega haldin nokkrum efa-
semdum um þessa hluti, og þá leitaði hún stundum nýs
stuðnings eða staðfestingar hans, sem bar aðalábyrgð-
ina.------
„Ertu nú alveg sannfærður um hitt?“ hvískraði hún
einhverju sinni í nátthúminu, eftir að þau voru gengin
til hvílu.
„Sunnfærður um hvað?“ anzaði hann dálítið syfjanda-
iega.