Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 94
Skírnir
í háum tilgangi
91
hlé,------því að eftir að svo er komið, — þá á hann ekk-
ert afrep við yðar hlið, hvort eð er“. Eitthvað voru þau
orð á þessa leið, þegar stiklað var á aðalatriðum. Og það
hjó nærri því, að hún blygðaðist sín fyrir, hve allt hafði
nákvæmlega eftir gengið.
Að sjálfsögðu dró maður hennar sig í hlé, hlaut að gera
það, því að hann átti ekki annars úrkost. — Hann var
fríður maður og sléttleitur, en fremur daufgerður að eðl-
isfari, og hann var ekki annað en veigalítill fésýslumað-
ur, sem þurfti mikið undir öðrum að eiga og hjakkaði
mestan part í sama fari; hann stóðst því ekki strauminn,
sem naumast var heldur von.
Og samt var orðrómurinn, sem hún hafði af stað kom-
ið — og sumpart sjálfri sér til réttlætingar í almennings-
áliti — sá orðrómur var ekki nákvæmlega sannleikanum
samkvæmur: Að tekjur hans hefðu gert lítið betur en
hrökkva fyrir sokkaplöggum hennar og svo framvegis.
Þetta var ekki fyllilega sanngjarnt, þegar alls var gætt.
Því varð ekki neitað, að hann hafði raunar streitzt við að
borga sitthvað fleira en silkisokkana, — borgað húsnæði,
þjónustustúlkur, flesk, lax, heilagfiski, hann hafði einn-
ig staðið straum af gasi, rafmagni og reykjarföngum
þeirra beggja, kostað skemmtanirnar, bílferðirnar, snyrt-
ingarnar, allt, allt. „Fleira gilt en valið sé“. — En vita-
skuld stóðst hann ekki teknasamanburðinn, og til þess gat
heldur enginn ætlazt með sanngirni.
Hún harmaði afdrif æskuvinarins — sjálfs hans vegna
aðallega. En hún var að hinu leytinu einkar hamingju-
söm, því að hún hafði orðið fyrir stórfelldri, dýrmætri
reynslu, hafði hlotið eldskírn djarfrar, einstæðrar ástar,
orðið ósegjanlegrar tilbeiðslu aðnjótandi og hrifizt burt
frá smæð og hversdagsleika af sterku fangi þysmikilla
örlaga.
Og allt, allt reyndist það satt, sem hann hafði sagt, allt
hafði hanrí vitað þetta fyrirfram, að því er virtist, — séð
forlög þeirra beggja í snöggri leiftursýn, en síðan gripið
þá sýn á lofti og gert hana að veruleika, með þvílíkri djörf-