Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 132
Skírnir
Mustafa Kemal Atatiirk
129
hinar miklu jarðeignir kirkjunnar og klaustranna voru
teknar eignarnámi og þeim skipt milli bændanna. Munk-
arnir voru reknir úr klaustrum sínum og þeim sagt, að
þeir yrðu að vinna rétt eins og hverjir aðrir, og prestarnir
urðu að láta sér það lynda að vera aðeins guðsmenn og
prédikarar, en ekki alþýðufræðarar og andlegir höfðingjar
fólksins, eins og áður hafði verið. Fólkinu var skipað að
leg'gja niður hina óhentugu austurlandabúninga og höfuð-
föt og látið klæða sig á Evrópu vísu. Fjölkvæni var bann-
að með lögum og kvenfólki veitt jafnrétti við karlmenn.
Það má nærri geta, að allar þessar breytingar komust
ekki þrautalaust í framkvæmd meðal Tyrkja, sem eru trú-
uð þjóð og fastheldin, en einkum voru þó Kúrdar óánægð-
ir, og 1925—26 gerðu þeir uppreisn á móti guðleysingja-
stjórninnni í Ankara í nafni íslams og spámannsins helga.
En Mustafa Kemal barði þá uppreisn niður með mikilli
grimmd cg notaði jafnframt tækifærið til að brjóta á
bak aftur andstæðinga sína meðal tyrkneskra stjórnmála-
nianna. Það var á allra vitorði, að Djavid Bey, sá eini,
sem eftir var á lífi af foringjum Ung-Tyrkja, hafði frá
upphafi unnið á móti Mustafa Kemal og fylgismönnum
hans. Kemal lét nú stefna Djavid og fleiri þekktum stjórn-
niálamönnum fyrir herrétt og lét dæma þá til dauða fyrir
föðuiiandssvik og leynimakk við fjandmenn ríkisins, þ.
á m. Kúrda. Djavid var af Gyðingakyni og frímúrari, og
hinar auðugu Gyðingaf jölskyldur af Rotschildættinni, bæði
í París og London, sendu bréf til Ankara og báðu honum
griða. Franski stjórnmálamaðurinn Sarraut, sem er frí-
niúrari, fór sjálfur til Ankara og bað Mustafa Kemal, sem
»bróður í reglunni“ (Mustafa Kemal var líka frímúrari)
að náða Djavid. En allar bænir voru árangurslausar. Ke-
nial undirrritaði dauðadóminn yfir Djavid og félögum
hans, og voru þeir allir hengdir. Meðal þeirra var Arif
liðsforingi, sem í grísk-tyrkneska stríðinu hafði verið alda-
vinur og félagi Mustafa Kemals. Kemal var ekki gleyminn,
aízt á mótgerðir, hvort sem þær voru persónulegar eða
Pólitískar, en hann var aldrei talinn þakklátur maður.
9