Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 152
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
149
Harold’s Pilgrimage, svo að Gísli hefir svo sem verið
kunnur þeim kvæðaflokki.
í kvæði Gísla „Til Jóns Jónssonar“, ort til æskuvinar
hans úti á íslandi (Ljóðmæli, bls. 240—241), er lífsleið-
inn byronski auðsær og sjálfum sér líkur:
„Eg hefi reynt i heimi er það
harmr mestr að finna að
það, sem helgast höldum vér,
hugarburðr tómr er.
Hinn gullni draumr úti er,
auðna tóm í brjósti mér;
með honum yndi hvarf mér alt
hjartað luktist dautt og kalt“.
Þessar ljóðlínur eru sambærilegar við orð Byrons:
„I saw or dreamed of such, but let them go —
They came like truth and disappeared like dreams;
And what soever they were — are now but so".11)
„Eg sá eða mig dreymdi um slíka hluti, en látum það vera;
þeir birtust sem sannleikur, en hurfu sem draumar,
og eru nú það eitt, hvað sem þeir voru annars“.
Og á sama þunglyndis-strenginn er víðar slegið í þess-
ari kviðu Childe Harold, sem tilvitnunin er tekin úr (IV,
vii).
Byronskt lífshorf gægist einnig fram í frægasta kvæði
Gísla, „Grátr Jakobs yfir Rakel“, t. d. í erindinu:
„Set mig þar sem að svartnætti drottnar,
sunnu ljómi þar aldregi skín,
á eyði söndum alda þars brotnar
allt er dauði og lífið þar dvín!“
Náskyld þessu er ósk skáldsins í Child Harold: „ó, að
eyðimörkin væri dvalarstaður minn!“ („Oh, that the de-
sert were my dwelling place“).
Þetta síðast nefnda kvæði Gísla er í kvæðaflokki um efni
úr ritningunni, er nefnist ísraels Ijóð, og minnir það heiti
oneitanlega á Hewbrew Melodies (Hebrea söngvar) By-
íons.12) Eins og Byron yrkir Gísli einnig allmörg kvæði
urn Sál og um útlegð Gyðinga í Babýlon.
Bölsýnið og þunglyndið byronska lýsa sér einnig í kvæð-