Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 12
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
9
væri í himninum og gæti ekki komizt ofan í jörðina. Jú,
ljóti karlinn var þar. Sigga hafði heyrt ósköp óskemmti-
legt hljóð niðri í jarðfalli, og henni hafði verið sagt, að
þar hefði Ijóti karlinn verið að láta til sín heyra. Nei, Jes-
ús Kristur gat ekki hjálpað nema eitthvað sérstakt kæmi
til. Og það voru nú Passíusálmarnir. Þeir höfðu átt að
verja Ólöfu fyrir illum öndum. Kannske Jesús Kristur
hefði einhver ráð með að ná Ólöfu gömlu upp til sín, ef
Passíusálmarnir færu með henni í gröfina! En þeir voru
nú ekki lengur í kistunni hjá gömlu konunni. Þeir voru
uppi á hillu. Svo fór Sigga litla og náði í sálmana, fór með
þá til stofu og lét þá ofan á brjóstið á Ólöfu gömlu, ofan
við hendurnar, sem nú voru „ekki lengur blárauðar, heldur
bláhvítar“. Og Sigga litla var ekkert hrædd við þær. Hún
hafði fyrirgefið Ólöfu gömlu, aumkazt yfir hana og hjálp-
að henni til þess að verða aðnjótandi hjálpræðis Jesús
Krists.
Svona er þá þessi saga, einfeldningsleg saga um ein-
stæðings telpu. En að baki einfeldninnar er regindjúp, og
telpan er fulltrúi þúsunda af börnum og unglingum.
Það, sem meðal annars má lesa út úr þessari sögu, er
þetta:
Þegar hún gerist, þ. e. á, síðari helmingi 19. aldar, var
trúarlífið ekki sem allra göfugast. Allir vita, að mönnum
var þá, eins og nú, kennt það, að guð væri almáttugur og
algóður. En samt sem áður var því trúað, að menn færu
JtSl helvítis fyrir hinar smávægilegustu misgerðir. Sál
mannsins var holað ofan í jörðina með hinum jarðnesku
leifum, og svo áttu ,,vondir“ menn að fara til vítis og vera
þar að eilífu. Þar var brennandi heitt og þar hafði enginn
augnabliks frið. Helzt var að leita miskunnar til Jesú
Krists, en þó varð það að gerast þannig, að góð loforð,
einskonar áheit, fylgdu. Og Ijóti karlinn, hann var alls-
staðar og í öllu. Upp um hverja holu lét hann til sín heyra.
Þetta var börnum og unglingum innrætt. Þá var aginn,
ásamt hótunum um helvíti og kvalirnar var beitt ströng-
um refsingum, sem stóðu í engu sanngjörnu hlutfalli við