Valsblaðið - 24.12.1969, Page 76

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 76
74 VALSBLAÐIÐ möguleika en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Engum datt í hug þegar kaupin voru gerð, að mögu- legt yrði að skapa þar aðstöðu svo fljótt sem raun bar vitni. Aðeins 5 árum síðar var hafizt handa um fjáröflun og síðar við að breyta hús- um og gera þar félagsheimili og að- stöðu til að æfa þar á túnum, þ. e. gera búningsklefa og böð. Duglegir menn tóku til með mik- illi atorku, og má þar fyrsta nefna: ÍJIfar Þórðarson, Sigurð Ölafsson, Andreas Bergmann og Jóhannes Bergsteinsson, og margir aðrir unnu þarna sjálfboðavinnu. Þessar breytingar eru komnar i gagnið á miðju ári 1948, og svo kom hvað af öðru með undrahraða: Mal- arvöllur, grasvöllur, íþróttahús, að ógleymdum lagfæringum á svæðinu. Nú er svo komið að Valur býr bet- ur að félögum sínum en flest önnur félög og er það fyrst og fremst að þakka framsýni Ólafs Sigurðssonar, dugnaði, fyrirhyggju og sivakandi áhuga margra góðra manna i Val. Við hljótum að þakka þetta sem hefur áunnizt, og störf þessara ágætu manna, sem eru hvatning ungum mönnum til svipaðra dáða og henda á, að enn blasa verkefnin við og bíða þeirra, og það fyrr en seinna. Það hefði verið gaman að ræða meira um allar þessar framkvæmdir, en það verður látið biða að þessu sinni, en þær tala skýru máli um það sem gerzt hefur að Hliðarenda. F. H. Á þessu ári, eða nánar til tekið 9. maí 1969, voru liðin 30 ár frá því undirritaður var samningur um kaup á Hlíðarenda. Var það Ölafur Sigurcsson, þáver- andi formaður Vals, sem hafði for- ustu um kaupin og var með þeim stigið merkasta skrefið sem stigið hefur verið í Val til þessa. Þetta framtak skapaði ef til vill meiri HLlÐARENDI 30 ARA „Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja“. ■—• íþróttahús Vals orSiS stdSreynd.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.