Valsblaðið - 11.05.1972, Page 3
VALU
•«
&
30. TÖLUBLAÐ — 1972
ÚTGEFANDI: Knattspyrnufólagið VALUR. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. RITSTJÓRN: Einar Björnsson
Frímann Helgason, Gunnar Vagnsson og Sigurdór Sigurdórsson. Auglýsingaritstjóri: Friðjón Guðbjörnsson. Prentað í Isafoldarprentsmiðju hf.
Fram, fram, frækið lið
Það er nauðsyn ungurn mönnum, körlum og
konum, að þjálfa líkama sinn og herða. Þess
vegna eru íþróttir með því bezta, sem ungur
maður leggur stund á í tómstundum sínum.
Hollar íþróttir bera margfaldan ávöxt í lífinu
síðar. Þess vegna er allt það sjálfboðastarf, sem
lagt er fram í íþróttafélögunum, ómetanlegt
fyrir þjóðfélagið og miðar að því að ala upp
hrausta og dugmikla einstaklinga.
Þetta hafa framsýnir menn séð á öllum tím-
um. Einn þessara manna var stofnandi Vals,
sr. Friðrik Friðriksson. Ég hef heyrt sagt frá
því, að hann hafi fyrst verið dálítið efins um
gildi þess, þegar ungir drengir úr KFUM voru
farnir að sparka knetti suður á melum á litl-
um malarvelli, sem þeir sjálfir höfðu rutt og
hreinsað grjóti. En þegar hann gjörði sér Ijóst,
i hverju leikurinn var fólginn og hvert var inni-
hald knattspyrnunnar, þá greip þessi leikur
hann sterkum tökum og hann fylgdist af áhuga
með leikjum „drengjanna sinna“. Og enn í
dag eigum við kvæði, sem hann orti um þenn-
an leik og sýna, hvert gildi knattspyrnan hafði
í augum hans. Hann sá í henni uppeldisgildið,
sem fylgir öllum flokkaíþróttum, þar sem loka-
sigurinn er alltaf kominn undir samleik og
samheldni, en ekki eingpngu undir stjörnu-
leik eins eða örfárra einstaklinga. Og í þeirri
æfingu og ögun, sem sérhver leikmaður varð
að gangast undir, ef hann vildi ná árangri í
iþrótt sinni, sá hann ómetanlegt uppeldisgildi
fyrir mannlífið allt.
En hann gleymdi því aldrei, að knattspyrn-
an sjálf eða íþróttirnar í heild eru aldrei loka-
takmark i sjálfu sér. Og þessi skilningur hins
mikla og framsýna æskulýðsleiðtoga okkar má
aldrei gleymast. Hið mikla gildi íþróttanna ligg-
ur fyrst og fremst í þeirri þjálfun, sem iðk-
Séra Jónas Gíslason.
endur þeirra fá og heldur gildi sínu ævina á
enda.
Það eitt getur aldrei verið lokatakmark nokk-
urs manns í íþróttum aðeins að setja mörg
mörk eða stökkva fáeinum sentimetrum lengra
eða hærra en aðrir. Þetta eru allt mikilsverð
atriði og varða miklu, þegar keppt er. En þessi
keppni og þátttaka í henni verður að gjöra okk-
ur hæfari til þátttöku í hinum mikla leik, sem
líf okkar er á þessari jörð. Af tvennu varðar
það þó miklu meiru, hver verða lok þess mikla
leiks, heldur en eingöngu úrslit einstakra leikja
á leikvanginum.
Mig langar til þess að nota þetta tækifæri
til þess að brýna fyrir þér, Valsmaður góður,
að þú átt að nota í lífinu þann lærdóm, sem
þú eignast í drengilegri keppni. Ef þú ætlar
að ná langt í flokkaíþrótt, verður þú að temja
þér að hugsa um heill og velgengni alls flokks-
ins og láta vera að reyna að einleika, svo að
þú fáir aflað sjálfum þér aðdáunar og frægðar.
Þá eiginleika, sem þarna þarf að æfa með
sér, átt þú að taka með þér út í lífið. Og mundu,
að á hinum mikla leikvelli lífsins, þá er mark-
ið hærra og æðra en það eitt, að koma knett-
inum í netið.
Það var meginhugsjón sr. Friðriks, að leik-
ur og keppni innan félagsins væri undirbún-
ingur hinnar miklu keppni lífsins. Það er Guð
sjálfur, sem sett hefur okkur mönnunum mark
sitt að keppa að. Hann hefur gefið son sinn,
Jesúm Krist, inn í heim okkar mannanna, til