Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 9

Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 9
VALSBLAÐIÐ 7 hingað kom 1. júli í sumar og var hér til 17. júlí: Reidar Sörensen heiðursgestur, Kolbjörn Kristiansen aðalfararstj., Magne Aas fararstjóri, Terje Arneberg þjálfari. Leikmenn: Björn Olav Kristiansen, Tov Nord- engen, Peter Kristian Solberg, Knut Siemsen, Orrvar Dalby, Fred Roar Hansen, Tor Erik Jonsdal, Björn Arild Nordengen, Erik Slettehaug, Knud Skar, Sigurd Brandenger, Steinar Brandengen, Harald Berg, Arne Martinsen, Björn Brendlien, Björn Vidar Jonsdal. Ííf var í raun <><; vcra ivvintgrV*, sagði Sararstjér- inn. Kolbjörn Kristiansen Ert þú ánægður með „ævintýra- ferðina" til Islands? Já, ég er ákafiega ánægður með þetta ævintýri, sem í bréfum okkar í milli var haft í gæsalöppum, en þær þurftu ekki að vera, því að þetta hefur verið raunverulegt ævintýri fyrir okkur. Margir piltanna höfðu t. d. aldrei komið í flugvél og fengu því tækifæri til að sjá sitt eigið land úr lofti í „spillende sol“. Þegar að Islandi kom, blasti Vatnajökull hvítur og stórbrot- inn við augum okkar og flugið yfir land ykkar var hluti af ævintýrinu. Reidar Sörensen sagði okkur sitthvað frá íslandi og þar á meðal að mót- tökur þar væru frábærar, en við höfð- um ekki verið hér lengi þegar við urðum þess vísari, að Sörensen hafði ekki haft nógu sterk orð um það. Allar móttökur hafa verið frábær- ar og við höfum hvarvetna mætt ein- lægri vináttu. Ferðalögin um landið á staði eins og Akranes, með viðkomu í Hvalstöðinni og förin til Þingvalla, þótt veður væri ekki hagstætt þar, og að sjá Gullfoss, verður okkur lengi minnisstætt, fossinn var svo dásam- lega fagur. Viðkoman á hinn sögu- fræga stað Skálholt, er eitt af mörgu, sem við geymum í minningunni. Þá má ekki gleyma flugferðinni til Vestmannaeyja eða því sem fyrir augu bar þar. Dvölin í Eyjum var okkur mikið ævintýri. Fólkið þar sem annars staðar var vinsamlegt eins og þar væru bræður og systur. Við fengum að sjá til hinnar frægu Surts- eyjar, sem er skemmtilegt náttúru- fyrirbæri. Veðurguðirnir sáu fyrir því, að við urðum að fara með skipi til lands. Allir erum við ,,landkrabbar“ og kvið- um því fyrir ferðinni. Sjóveikispillu- birgðir í lyfjabúðinni þar minnkuðu mikið þann daginn og komu að góðu haldi. Allt gekk þetta þó vel, og varð einn af skemmtilegu þáttunum í æv- intýrinu. Þegar komið var að landi, beið okk- ar stór bifreið, sem flutti okkur til Reykjavíkur. Sem sagt okkur hefur liðið vel hér, og tveir piltanna skrif- uðu nýlega heim og bar saman um að þeir vildu varla fara heim aftur, a. m. k. ekki strax. Á þessu má sjá, að áhrifin af landi og þjóð hafa verið þægileg og góð fyrir þessa gesti Vals. Þetta glaðlega par, sem er þó ekki „par“, handleikur gripi fyrir fjölda leikja. Björg Guðmundsdóttir fyrir 100 leiki. Bergur Guðnason fyrir 200 leiki. Til vinstri er formaður Handknattleiksdeildar Vals, Guðm. Frímannsson. Hvað vilt þú segja um knattspyrn- una í 2. fl. hér? Það sem fyrst og fremst einkennir leik þeirra er hraði og sóknarvilji og að einstaklingarnir eru sterkir og duglegir. Ég vil því fullyrða að íslenzk knatt- spyrna í þessum flokki stendur hátt miðað við það sem ég þekki til. Hvað varðar okkur pilta í Brumunddalen, er það skoðun mín að þeir hafi verið töluvert sterkari í fyrra, þegar þeir urðu Noregsmeistarar, en þetta ber ekki að skoða sem afsökun fyrir frammistöðu þeirra hér. Þeir hafa lært mikið á ferðinni, sem ég vona að þeir færi sér í nyt þegar heim kemur. Ævintýrið var ævintýri frá byrjun til enda. Það var ævintýri að sjá land ykkar, kynnast æskufólki ykkar á velli sem utan. Ennfremur að sjá hve þjóðin sækir fram á öllum sviðum, að því er virðist. Að lokum vona ég að samstarfið milli Brumunddalen og Vals, sem byrjaði 1956 og hófst aftur í ár, haldi áfram í framtíðinni. Við hlökkum til að taka á móti öðrum flokki ykkar næsta ár, þó að ég efist um að við get- um tekið á móti þeim með slíkum rausnarskap og þið hafið gert, sagði þessi geðþekki fararstjóri að lokum. ..Knattspfirnan hér þrosh- aðri í 2. Hohki cn í NoregV% sagði igrirliði Btruniund- ilalen, Fred R. Ransen I lokahófi, sem haldið var fyrir gestina frá Brumunddalen, náðum við tali af fyrirliða liðsins og lögðum fyr- ir hann nokkrar spurningar varðandi Islandsförina og dvölina hér og fer það rabb hér á eftir: Ert þú ánægður með Islandsferð- ina? Ég er mjög ánægður með ferðina Unglingar á öllum aldri, veifa fagnandi heiðursgjöf, sem þeim var afhent á sextugs- afmæli Vals, fyrir fjölda leikja í tapi og sigrum, gleði og sorg. Frá v. Geir Guðmundsson, Frímann Helgason, Björgvin Hermannsson, Ellert Sölva- son, Þorsteinn Friðþjófsson, Guðbrandur Jakobsson, Halldór Einarsson, Hermann Gunnarsson, Hermann Hermannsson, Jóhann Eyjólfsson, Magnús Snæbjörnsson, Björn Júlíusson, Gunnar Gunnarsson, Ormar Skeggjason og Elías Hergeirsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.