Valsblaðið - 11.05.1972, Page 13

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 13
VALSBLAÐIÐ 11 og þá einkum það' sem að aðalstjórn- inni veit. Vissulega eru ærin umsvif í svo margþættu félagsmálastarfi, sem einkennir Val og sem sí og æ með ári hverju verða meiri og meiri. Innan Vals starfa 5 íþróttadeildir, sem að vetrinum þurfa 50 tíma til æf- inga í íþróttahúsi félagsins og dugir hvergi nærri, heldur varð að bæta 10 tímum við annars staðar. E. B. l r skýrslu knattspyrnudeildar Stjórnin: Stjórnin, sem nú skilar af sér störf- um, var kosin á aðalfundi deildarinnar í nóv. 1970. Formaður var kosinn Sigurður Mar- elsson. Aðrir stjórnarmeðlimir skiptu þannig með sér verkum: Björn Carlsson varaform., Gísli Þ. Sigurðsson gjald- keri, Þorsteinn Friðþjófsson ritari og Svanur Gestsson meðstjórnandi. Vara- stjórn: Magnús Olafsson, Lárus Og- mundsson og Guðjón Guðmundsson. Varamenn voru boðaðir á stjórnarfundi. Haldnir voru 18 bókaðir fundir. Fulltrúar: K.R.R., aðalfulltrúi Elías Hergeirsson, til vara Iíóbert Jónsson. Æfingar og þjálfun: Meistaraflokkur: Árni Njálsson var ráðinn þjálfari, en hann lét af störfum strax í febrúar af persónulegum ástæð- um, og olli það miklum vonbrigðum. I hans stað komu þeir Hreiðar Ársælsson og Róbert Jónsson, og þjálfuðu þeir cinnig 1. flokk. Þjálfarar yngri flokkanna: 2. flokkur: Þorsteinn Friðþjófsson. 3. flokkur: Lárus Loftsson með Guð- laug Björgvinsson til aðstoðar. 4. flokkur: Helgi Loftsson með Svan Gestsson til aðstoðar. 5. flokkur: Þorsteinn Marelsson byrj- aði en varð að hætta vegna veikinda. Hörður Hilmarsson og Smári Stefáns- son tóku þá við. Æfingasókn var góð í öllum flokkum, og margir æfingaleikir háðir bæði úti og inni. Árangur í mótum (ágrip) : Meistaraflokkur: í Reykjavíkurmóti í öðru sæti með 6 stig, í Islandsmóti nr. 4—5 með 14 stig, í Bikarkeppni sigruðu Völsunga, Húsavík 1—0, en töpuðu fyr- ir Breiðablik 1—2. í knattspyrnu innanhúss sigraði flokk- urinn bæði í íslandsmóti og Reykjavíkur- móti. Yngri flokkarnir sigruðu í eftirtöld- uni mótum: 2. flokkur A: Haustmót. 2. flokkur B: Reykjavíkur- og miðsumarsmót. 3. flokkur: A: Haustmót. 3. flokkur B: Miðsumarsmót. 4. flokkur A: íslandsmót. 4. flokkur B: Reykjavíkur- og miðsumarsmót. 5. flokkur A: Haustmót. Alls voru send 11 lið til keppni í 34 mótum. Ivvennaknattspyrna: Innanhússmót í knattspyrnu kvenna, það fyrsta hér á landi, fór fram um páskana. Valsstúlkur tóku þátt í þessu móti, sem var með úrsláttarfyrirkomu- lagi, og töpuðu sínum fyrsta leik. Um það má segja, að fall sé fararheill, og betur muni takast til í næsta skipti. Ferðalög innanlands: Vegna þátttöku í landsmótum var far- ið á eftirtalda staði: Meistaraflokkur: Vestmannaeyjar, Akranes, Keflavík og Akureyri. 2. flokkur: Vestmannaeyjar. 3. flokkur: Vestmannaeyjar, Garður. 4. flokkur: Sandgerði. Meistaraflokkur lék á Húsavík í Bik- arkeppni, á Akureyri minningarleik um Jakob Jakobsson, 1—1, og æfingaleik í Vestmannaeyjum, 2—2. 5. flokkur fór í eins dags ferð austur fyrir fjall og lék á Selfossi. I landsleikjum léku: Ingi Albertsson og Jóhannes Eðvalds- son, sem voru þar nýliðar, og Hermann Gunnarsson. Valsdagurinn 1971: Valsdagurinn var að þessu sinni ekki fyrr en 12. sept. Eins og áður komu þá margir gestir að Hlíðarenda til að kynn- ast félagsstarfinu. Á þessum degi eru yngri flokkar félagsins fyrst og fremst í sviðsljósinu, en að þessu sinni komu meistaraflokkarnir einnig fram, og gerði það daginn ennþá eftirminnilegri. Getraunir: Sala á getraunaseðlum hefur talsvert aukizt, og er þessi starfsemi orðin einn veigamesti þátturinn í fjáröflun deild- arinnar. Gjaldkerinn, Gísli Þ. Sigurðs- son, hefur haft yfirumsjón með þessu mikla og vandasama starfi, en fjöldi Valsmanna hefur einnig lagt hö.nd á plóginn. í Faxaflóaúrvali unglinga, sem keppti í Skotlandi við góðan orðstír, léku Grímur Sæmundsson og Ólafur Magnússon. Jónsbikarinn verður nú afhentur í 8. sinn og hlýt- ur hann 4. flokkur. Fundir: Nokkrir fundir voru haldnir með flokkunum eins og áður. I lok keppnis- tímabilsins voru síðan haldnir „upp- skeruhátíðir“, þar sem sigurvegarar úr mótum hlutu viðurkenningar. Iþróttamiðstöðin: Meistaraflokkur dvaldi á Laugarvatni 23.—25. júlí, ásamt nokkrum piltum úr 2. flokki, og 4. flokkur 25.—30. júlí. Voru þessar ferðir bæði til gagns og gamans. Islandsmeistarar í 4. fl. Aftasta röð f. v.: Helgi Loftsson, þjálfari, Hilmar Oddsson, Sverrir Gestsson, Ólafur Iíunólfsson, Þorsteinn Runólfsson, Björn Jónsson, — Miðröð f. v.: Atli Ólafsson, Guðmundur Kjartansson, Karl Björnsson, Óttar Sveinsson, Bjarni Harðarson. — Fremsta röð f. v.: Pétur O. Gunnarsson, Albcrt Guðmundsson, Atli Eðvarðsson og Guðmundur Þorbjörnsson, fyrirliði.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.