Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 13

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 13
VALSBLAÐIÐ 11 og þá einkum það' sem að aðalstjórn- inni veit. Vissulega eru ærin umsvif í svo margþættu félagsmálastarfi, sem einkennir Val og sem sí og æ með ári hverju verða meiri og meiri. Innan Vals starfa 5 íþróttadeildir, sem að vetrinum þurfa 50 tíma til æf- inga í íþróttahúsi félagsins og dugir hvergi nærri, heldur varð að bæta 10 tímum við annars staðar. E. B. l r skýrslu knattspyrnudeildar Stjórnin: Stjórnin, sem nú skilar af sér störf- um, var kosin á aðalfundi deildarinnar í nóv. 1970. Formaður var kosinn Sigurður Mar- elsson. Aðrir stjórnarmeðlimir skiptu þannig með sér verkum: Björn Carlsson varaform., Gísli Þ. Sigurðsson gjald- keri, Þorsteinn Friðþjófsson ritari og Svanur Gestsson meðstjórnandi. Vara- stjórn: Magnús Olafsson, Lárus Og- mundsson og Guðjón Guðmundsson. Varamenn voru boðaðir á stjórnarfundi. Haldnir voru 18 bókaðir fundir. Fulltrúar: K.R.R., aðalfulltrúi Elías Hergeirsson, til vara Iíóbert Jónsson. Æfingar og þjálfun: Meistaraflokkur: Árni Njálsson var ráðinn þjálfari, en hann lét af störfum strax í febrúar af persónulegum ástæð- um, og olli það miklum vonbrigðum. I hans stað komu þeir Hreiðar Ársælsson og Róbert Jónsson, og þjálfuðu þeir cinnig 1. flokk. Þjálfarar yngri flokkanna: 2. flokkur: Þorsteinn Friðþjófsson. 3. flokkur: Lárus Loftsson með Guð- laug Björgvinsson til aðstoðar. 4. flokkur: Helgi Loftsson með Svan Gestsson til aðstoðar. 5. flokkur: Þorsteinn Marelsson byrj- aði en varð að hætta vegna veikinda. Hörður Hilmarsson og Smári Stefáns- son tóku þá við. Æfingasókn var góð í öllum flokkum, og margir æfingaleikir háðir bæði úti og inni. Árangur í mótum (ágrip) : Meistaraflokkur: í Reykjavíkurmóti í öðru sæti með 6 stig, í Islandsmóti nr. 4—5 með 14 stig, í Bikarkeppni sigruðu Völsunga, Húsavík 1—0, en töpuðu fyr- ir Breiðablik 1—2. í knattspyrnu innanhúss sigraði flokk- urinn bæði í íslandsmóti og Reykjavíkur- móti. Yngri flokkarnir sigruðu í eftirtöld- uni mótum: 2. flokkur A: Haustmót. 2. flokkur B: Reykjavíkur- og miðsumarsmót. 3. flokkur: A: Haustmót. 3. flokkur B: Miðsumarsmót. 4. flokkur A: íslandsmót. 4. flokkur B: Reykjavíkur- og miðsumarsmót. 5. flokkur A: Haustmót. Alls voru send 11 lið til keppni í 34 mótum. Ivvennaknattspyrna: Innanhússmót í knattspyrnu kvenna, það fyrsta hér á landi, fór fram um páskana. Valsstúlkur tóku þátt í þessu móti, sem var með úrsláttarfyrirkomu- lagi, og töpuðu sínum fyrsta leik. Um það má segja, að fall sé fararheill, og betur muni takast til í næsta skipti. Ferðalög innanlands: Vegna þátttöku í landsmótum var far- ið á eftirtalda staði: Meistaraflokkur: Vestmannaeyjar, Akranes, Keflavík og Akureyri. 2. flokkur: Vestmannaeyjar. 3. flokkur: Vestmannaeyjar, Garður. 4. flokkur: Sandgerði. Meistaraflokkur lék á Húsavík í Bik- arkeppni, á Akureyri minningarleik um Jakob Jakobsson, 1—1, og æfingaleik í Vestmannaeyjum, 2—2. 5. flokkur fór í eins dags ferð austur fyrir fjall og lék á Selfossi. I landsleikjum léku: Ingi Albertsson og Jóhannes Eðvalds- son, sem voru þar nýliðar, og Hermann Gunnarsson. Valsdagurinn 1971: Valsdagurinn var að þessu sinni ekki fyrr en 12. sept. Eins og áður komu þá margir gestir að Hlíðarenda til að kynn- ast félagsstarfinu. Á þessum degi eru yngri flokkar félagsins fyrst og fremst í sviðsljósinu, en að þessu sinni komu meistaraflokkarnir einnig fram, og gerði það daginn ennþá eftirminnilegri. Getraunir: Sala á getraunaseðlum hefur talsvert aukizt, og er þessi starfsemi orðin einn veigamesti þátturinn í fjáröflun deild- arinnar. Gjaldkerinn, Gísli Þ. Sigurðs- son, hefur haft yfirumsjón með þessu mikla og vandasama starfi, en fjöldi Valsmanna hefur einnig lagt hö.nd á plóginn. í Faxaflóaúrvali unglinga, sem keppti í Skotlandi við góðan orðstír, léku Grímur Sæmundsson og Ólafur Magnússon. Jónsbikarinn verður nú afhentur í 8. sinn og hlýt- ur hann 4. flokkur. Fundir: Nokkrir fundir voru haldnir með flokkunum eins og áður. I lok keppnis- tímabilsins voru síðan haldnir „upp- skeruhátíðir“, þar sem sigurvegarar úr mótum hlutu viðurkenningar. Iþróttamiðstöðin: Meistaraflokkur dvaldi á Laugarvatni 23.—25. júlí, ásamt nokkrum piltum úr 2. flokki, og 4. flokkur 25.—30. júlí. Voru þessar ferðir bæði til gagns og gamans. Islandsmeistarar í 4. fl. Aftasta röð f. v.: Helgi Loftsson, þjálfari, Hilmar Oddsson, Sverrir Gestsson, Ólafur Iíunólfsson, Þorsteinn Runólfsson, Björn Jónsson, — Miðröð f. v.: Atli Ólafsson, Guðmundur Kjartansson, Karl Björnsson, Óttar Sveinsson, Bjarni Harðarson. — Fremsta röð f. v.: Pétur O. Gunnarsson, Albcrt Guðmundsson, Atli Eðvarðsson og Guðmundur Þorbjörnsson, fyrirliði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.