Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 26

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 26
24 VALSBLAÐIÐ Frímann Uolgason: SpjciUað við þjálfara Óli B. Jónsson, þjálfari í knattspyrrnu Við gerum ráð fyrir að hér sé tal- að fyrir munn allra Valsmanna og þó sérstaklega meistaraflokks í knatt- spyrnu, þegar því er slegið föstu hér, að ráðning Óla B. til félagsins aftur, hafi vakið mikla ánægju innan fé- _ lagsins. Okkur þótti sjálfsagt að ná aðeins sambandi við Óla og heyra hvað hann hefði að segja um þessa endurkomu sína og útlitið, eins og honum kem- ur það nú fyrir sjónir. Það lá, eins og vant er, vel á hon- um, þegar við hann var rætt, og það var eins og maður hefði það á til- finningunni að honum þætti svolítið gaman að vera kominn í þetta um- hverfi, eða ef til vill hefur það verið óskhyggja, en hvað um það, Óli var bjartsýnn, og hafði þetta m. a. að segja: Mér lízt ágætlega á þetta, Valur á mikið af efnilegum piltum, sem ætti að geta verið gaman að vinna með. Ég kvíði því engu, ef tekst að fá þá til að hlýða, og að fá þá til að gera það sem maður óskar, fá þá til að taka á þegar fram á það er farið. Ef þeir vilja ekki gera það, sem þó hefur ekki komið til ennþá, verð ég að biðja þá um að fara af æfingunni, en koma bara aftur á þær næstu til- búnir að gera sitt bezta. Ef nást á árangur verður að vera viss agi í liðinu, þar sem ekki má slaka á, og einn „værukær“ má ekki skemma í kringum sig. Yfirleitt mæta piltarnir vel á æf- ingunum, stundum yfir 20, og má það gott kallast á þessum árstíma. Annars lagði ég ekki mikla áherzlu á æfingarnar síðustu vikurnar fyrir áramótin. Menn þurfa að taka sér svolitla hvíld, slappa af eins og það er kallað. Upp úr áramótunum för- um við að taka meira á, og byggja upp þrekið. Förum út til að byrja með einu sinni í viku, og aukum þetta síðar. Ég er þeirrar skoðunar, að það verði að fara svolítið rólega í þjálf- unina til að byrja með. Sumarið er svo langt, svo blandast- landsliðsæf- ingar inn í þetta hjá sumum, svo að það getur brennt upp baráttuviljann. Það er því margs að gæta. Reykjavíkurmótið á að vera nokk- urs konar æfingamót, þar sem liðið er kannað og brætt saman, það er ekki hyggilegt að vera þá kominn í toppþjálfun, og ef til vill sigra, ef síðan hrapar allt niðurá við. Satt að segja lízt mér betur á lið- ið núna, en síðast þegar ég tók við liðinu hjá Val. Aðstaðan er líka betri, nú er komið ljós til að æfa við, og svo eru sjónvarpsleikirnir, sem ætti að vera hægt að læra af og apa eftir, því þar má margt læra ef vel er tek- ið eftir. Það, sem ég mun leggja mestu áherzlu á, er auk líkamsþjálfunar- innar, að fá piltana til að ná saman í leik, einbeita sér að samleiknum og hröðum staðsetningum. Róbert Jónsson, þjálfari í knattspyrnu Ert þú ánægður með árangurinn af tilraun þeirri, sem gerð var í sum- ar, með aðal- og aðstoðarþjálfara í meistaraflokki. Ekki ánægður, og stafar það af því, að þessi tilraun var gerð án þess að stjórn deildarinnar legði fram neinar verulegar bendingar um það, hvernig þetta ætti að gerast. Fram- kvæmdin varð því öðruvísi en ég hafði hugsað mér hana. Mín skoðun var sú, að aðalþjálfari hlyti að hafa forystu um allt er varð- aði þjálfun leikmanna í fyrsta ald- ursflokki. Aðstoðarþjálfarinn yrði síðan bergmál af honum, sem túlk- aði og skýrði hugmyndir aðalþjálf- arans á æfingum, eftir nánara sam- komulagi við aðalþjálfarann á æfing- um. Aðstoðarþjálfarinn ætti að vera að- alþjálfara til ráðuneytis um tilnefn- ingu í lið og eðlilegt væri, að hann notfærði sér það. Það var því mín skoðun, að það ætti að vera hlutverk aðalþjálfarans að ráða stefnunni og hraðanum í þjálfuninni, og þá jafnt fyrir meistara- og fyrsta flokk. Stjórnin hefði átt að fylgjast betur með þróun málanna og reka meira á eftir, að því væri framfylgt, sem hún hafði í huga, þegar farið var af stað með þessa hugmynd. Hvað var jákvætt og hvað nei- kvætt ? Það væri rangt af mér að segja, að þetta hafi ekki verið jákvætt og að hugmyndin sé ekki góð. Ég er sannfærður um, að þetta gefur aðal- þjálfara félagsins möguleika tii þess að sinna meira meistaraflokknum en áður; með þessu fyrirkomulagi þarf hann ekki að binda sig við aðra en þá sem hann óskar. Á meðan tekur aðstoðarþjálfarinn hina og leiðbeinir og kennir það sem aðalþjálfarinn hef- ur fyrir lagt og þá tel ég að aðstoð- arþjálfarinn verði að koma fram við þá sem fullmektugur, og þeir að taka tillit til þess, og raunar sama hvaða hópi hann sinnir í umboði aðalþjálf- ara. Ég tel að fyrsti flokkur hafi ekki styrkzt að því skapi sem vonir stóðu til og ætlazt var til, og má segja að það hafi verið neikvætt. Ég vil hik- laust halda því fram, að tveggja þjálf- ara fyrirkomulag sé nauðsyn, það er aðeins spurning um framkvæmdina. Ert þú ánægður með áhuga og æf- ingasókn meistaraflokksmannanna í vetur og sumar? Þegar Árni Njálsson fór, var hann að byrja á að hefja strangar æfingar. Þá varð ég til þess að hlaupa í skarð- ið, meðan verið var að fá annan þjálf- ara, eða í febrúar, marz og þangað til Hreiðar Ársælsson kom í apríl. Á þessu tímabili var æfingasóknin ekki nógu góð og æfingar varla nógu erfiðar. Menn voru því ekki komnir í nógu góða æfingu þegar Hreiðar kom. Ég efast stórlega að liðið hafi nokkurntíma komizt í fulla æfingu á sumrinu. Æfingasóknin var sæmileg til að byrja með, en það var ekki langt liðið á sumarið, þegar fór að bera mjög á því að menn væru trufl- aðir af of mikilli vinnu. Álítur þú að þeir geti betur en þeir sýndu í sumar? Ef þetta lið frá í sumar æfir vel, þá er það bezta liðið á landinu. Hver voru mestu vonbrigðin og hvað óvæntast í sumar? Mestu vonbrigðin, að þeir urðu ekki íslandsmeistarar í sumar. Báðir sigrarnir yfir Fram í Islandsmótinu það óvæntasta. Á að slíta annarsflokks menn úr tengslum við eigin flokk ef þeir eru fastir í meistaraflokki ? Mín skoðun er sú, að þeir annars- flokksmenn, sem eru fastir í meist- araflokki, eigi ekki að leika með öðr- um flokki. Mér er ekki grunlaust um að ein- hver mistök hafi átt sér stað í sam- bandi við þessi mál annarsflokks í sumar. Reynir Ólafsson, þjálfari í handknattleik Ert þú ánægður með árangurinn hjá meistaraflokki á s.l. ári? Ég er ekki ánægður með lok Is- landsmótsins og er það fyrst og fremst ÍR-leikurinn sem ég er óánægð- ur með. Það er allt í lagi með að tapa leik, en að lið eins og Valsliðið var þá, skyldi tapa með svona miklum mun, getur maður ekki skilið. Eina skýringin, sem ég hef á þessu, er sú, að liðið var of öruggt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.