Valsblaðið - 11.05.1972, Page 32

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 32
30 VALSBLAÐIÐ Samstilltir framkvæmdamenn, Jóhannes Bergsteinsson t. v. og Úlfar Þórðarson t. h. átaka, og kemur þar margt til. í allri umgengni við aðra menn er það ljúf- mennskan sem mótar framkomu hans. Starfsgleðin er svo geislandi, að það eru dauðir menn sem ekki hrífast með honum. Ég hreifst oft af starfsþreki hans sem var ótrúlegt, enda árang- urinn eftir því. Ef finna þurfti úrræði til að leysa einhvern vanda var hann ótrúlega úrræðagóður, og þyrfti hann að leita hjálpar annarra fór hann sjaldan bón- leiður til búða, hann hitti þar sjálf- an sig fyrir. Þegar Úlfar ræddi um verkefni sem framundan voru, og lagði þau niður fyrir sér, var aldrei annað að heyra en að allt væri mögulegt, allt fram- kvæmanlegt. Hann sá aldrei nein ljón á veginum, eða a. m. k. að hann hræddist þau aldrei. Hann virtist heldur aldrei hafa neinar áhyggjur af því sem var verið að ráðast í. Bjartsýnin sópaði öllu slíku á burt og ég held að hann hafi ailtaf séð „beinan og breiðan veg“ framundan svo langt sem augað eygði. Aldrei kom til neins missættis milli Úlfars og okkar sem með. honum unn- um, enda var hann alveg óvenjulega samvinnuþýður. Ég held að aldrei hafi Úlfari liðið betur en þegar nógu stórar vélar og afkastamiklar voru að verki á svæð- inu, þá lék hann á als oddi, þá var gangur í hlutunum og hans eldheitu vonir og þrár á góðri leið með að rætast, og þær rættust, og fyrir það standa Valur og Valsmenn alltaf í þakkarskuld við þennan óvenjulega félaga sinn. Úlfar Þórðarson er einn þeirra manna sem ég tel mig hafa haft mest gagn af að kynnast". í tilefni af þessu afmæli Úlfars báðum við hann að segja örlítið frá atvikum, mönnum og málefnum, sem hafa orðið á hinni viðburðaríku leið hans frá æskuárum til dagsins í dag, og leikur grunur á að heldur sé dregið úr málum en að í söguna sé borið. Ég er borinn í þennan heim annan dag ágústmánaðar 1911, eða á þeim degi sem þá var þjóðhátíðardagur, sem verzlunarmenn hafa síðan tekið að sér. Foreldrar mínir voru Ellen Sveinsson og Þórður Sveinsson og bjuggu á Kleppi, en þar var hann yfirlæknir. í þá daga má segja að Kleppur hafi verið einangraður, álíka langt að fara inn að Kleppi og nú er að fara t. d. upp að Kolviðarhóli, það fór dagurinn í það. Það kom því lítið til að leika sér með öðrum, það vor- um við bræðurnir sem undum saman í þeim efnum. Það var ekki fyrr en ég fór að stunda skóla, að ég komst í veruleg kynni við aðra, til leiks eða annarra samskipta. Ég gekk aldrei í barnaskóla, því að foreldrar mínir kenndu mér það námsstig. Fyrsti skólinn sem ég kom í var undirbún- ingsskóli í Miðbæjarskólanum fyrir þá, sem vildu reyna inntökupróf í Menntaskólann, og þá mun ég hafa verið 12 ára gamall. Ég man enn daginn, sem faðir minn fór með okkur þrjá elztu drengina til Páls Erlingssonar í gömlu laug- unum, og afhenti honum hópinn til þess að kenna okkur að synda. Það var dálítið einkennilegt, að ég var langfyrstur að læra að synda, það tók mig aðeins 4—5 daga að læra þetta. Ég var horaður og léttur og flaut vel í vatninu, og eftir það var ég mikið í laugunum, hafði mjög gam- an af að synda. Þetta var „skemmti- staðurinn" sem stytzt var í, ef svo mætti segja. Áhuga fyrir kappsundi fékk ég fyrst þegar frændi minn einn, sem ég synti mikið með, tók þátt í keppni og vann sína grein. Hann var tveimur árum eldri en ég, en ég stóð alveg í honum, og ég fór að hugsa sem svo, að ég gæti ef til vill keppt líka, en það varð nú ekkert úr því þá. Svo var það þegar ég var 14 ára að mig minnir, þá komu einhverjir drengir saman, sem ég kannaðist vel við úr Laugunum, hafði oft verið í eltingarleik við þá í vatninu, og voru undir forustu Jóns Pálssonar, og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera með í að stofna félag, sem ætti að heita Ægir. Mér þótti þetta ógurlegur heiður, að einhver hafði trú á mér til einhvers, og það varð til þess að ég varð einn af þessum 12, sem mig minnir að hafi staðið að stofnun Sundfélagsins Ægis. Eftir það fór ég að keppa í sundi fyrir Ægi. Flokkakeppnin stóð alltaf lijarta mínu næst. Minnist þú skemmtilegra sigra frá þessum árum? Mér eru alltaf minnisstæðar fyrstu keppnirnar sem ég tók þátt í í vatns- knattleik. Mér er keppnin í vatns- knattleiknum minnisstæðari en í ein- staklingskeppninni, alltaf haft meira gaman af flokkakeppni, þar sem menn treysta hver á annan, gera sitt bezta fyrir liðið, frekar en sjálfa sig. í annað skiptið sem ég var með í móti þá vann Ægir, og var það Íslands- mótið. Fyrst var keppt við KR, en í þá daga var ekki skorað mikið af mörkum. Ég hafði gott jafnvægi í vatninu, og hef sjálfsagt erft frá föður mínum, sem var góður kastari, hæfileikann að kasta, og ég skoraði bæði mörkin móti KR í þessum leik. Þetta er mér alltaf ógleymanlegt, og þessi mörk get ég alltaf lifað upp aftur, hvenær sem ég vil. Úrslitin voru svo við Ármann, sem álitið var að gætu malað okkur mélinu smærra, en það fór svo að við unnum þá 1:0. Ég skoraði ekki það mark, en það er jafn minnisstæður leikur fyrir það, þó að ég muni betur eftir leiknum við KR af ástæðum sem ég nefndi. Ég setti aldrei Islandsmet í ein- staklingsgreinum, en ég held að ég hafi sett drengjamet, ef ég man rétt, en í boðsundum var ég með í að setja íslandsmet, t. d. 4x50 m unnum við lengi þessi sveit sem ég var með í. Ég held að mér hafi einu sinni tek- izt að verða íslandsmeistari í stakka- sundi. Hins vegar held ég að ég hafi verið sprettharðasti sundmaðurinn hér á vissu tímabili, en það var því miður á þeim tíma þegar ég var bund- inn vegna námsins, og þó ég væri ekki búinn með námið var ég farinn að fara út á landið og sinna störfum sem héraðslæknir. Og einmitt þegar ég var upp á mitt bezta er ég starf- andi úti á landi. Vatnsknattleikurinn og stuttu sundin voru uppáhaldsgrein- ar mínar. Stuttu sundunum þurfti ég mest á að halda í vatnsknattleiknum, og lagði því mesta áherzluna á þau. Ég byrjaði nú sem bringusunds- maður, og mest var eftir mér tekið á „heimabökuðu" sundi sem ég hafði fundið upp sjálfur. Var það sambland af handa- og fótatökum, og kann ég það nú ekki lengur, en ég var fljótur á þessari aðferð minni. Ég held að það hafi verið yfirhandarhandatök og bringusundsfótatök eða eitthvað í þá átt. Þessi aðferð mín náði ekki útbreiðslu, þetta varð mín einkaeign.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.