Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 37

Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 37
VALSBLAÐIÐ 35 Skipshöfn „Frekjunnar". Frá vinstri: Gísli Jónsson forstjóri, Björgvin Frederiksen, Konráð Jóns- son háseti, Theodór Skúlason læknir, Lárus Blöndal skipstjóri, og kokkurinn Úlfar Þórðarson læknir. alltaf átt hlut í flugvél. Þessir félag- ar mínir og meðeigendur í flugvél- inni voru aðalhvatamenn að stofnun Flugbjörgunarsveitarinnar, þegar það varð ljóst að svona sveit þyrfti að vera til. Við vorum þarna alltaf með ann- an fótinn úti á flugvelli, kom það eins og af sjálfu sér, að maður varð að vera sá sem gaf hin læknisfræði- legu atriði, og síðan hef ég haft marg- ar ánægjustundir með Flugbjörgun- arsveitinni. Þetta er félagsskapur sem er mjög þarflegur og nauðsynlegur, og á allt gott skilið, enda gert mikið gagn. Þessi ósérplægni og dugnaður þessara manna og fórnarvilji eru at- riði sem fólk ætti að vita mikið meira um en það gerir. „Frekju“-ævintýrið. Einn þáttur í ævi þinni, Úlfar, mundi verða forvitnilegur ungum drengjum í dag, en það er ferðin með „Frekjunni" heim til Islands í stríð- inu, á tíma þar sem herskip ösluðu á yfirborði sævar og smugu um und- irdjúpin, til alls búin. Hvað vilt þú segja okkur frá þessu ferðalagi ykk- ar félaga? Það er skemmst frá að segja, að þegar stríðið skall á, þá lokuðust margir íslendingar inni í Danmörku og fleiri löndum, en þegar Þjóðverj- ar hernámu Danmörku, þá lokaðist fyrir alvöru fyrir mannflutninga frá þeim stað. Við, sem ætluðum heim, vorum nú óánægðir með þetta hlut- skipti okkar; í fyrsta lagi að vera ekki heima á íslandi, í öðru lagi til- finningin að komast ekki burt, þó manni lægi ekkert á útaf fyrir sig, bara tilfinningin að komast ekki burt, var strax óþægileg. Hvað mig snerti var tíminn líka útrunninn, sem ég þurfti til að ná minni sérgrein. Ég vildi bara komast heim, eins og Snorri sagði: „Út vil ek“. Ég reyndi ýmis ráð til að kom- ast, og á nú ýmis plögg ennþá frá þeim tíma; en endirinn varð sá, að Gísli Jónsson vélaeftirlitsmaður (síð- ar á Bíldudal), sem þá var staddur í Kaupmannahöfn, en ég þekkti eig- inlega ekkert, vildi einnig komast heim. Fyrir milligöngu sameiginlegs vinar okkar, sem hafði beðið hann að hafa samband við mig, ef hann kæmi til Hafnar, sem hann og gerði. Sagði hann mér, að hann væri að vinna að því að fá bát til heimferðar, ásamt öðrum mönnum, og spurði mig hvort ég vildi vera með. Ég þakkaði samstundis boðið, og sagði að það væri það bezta sem hann gæti gert fyrir mig. Ég hafði verið á þeim stað, sem hann ætlaði að leggja upp í þetta ferðalag, til þess að reyna að komast með dönskum fiskimönnum, sem gerðu dálítið að því að strjúka frá Jótlandi til Englands, en það tókst ekki. Þeir höfðu greinilega ekki trú á mér, hafa sjálfsagt haldið að ég væri njósnari. Ég átti frænda á Skag- en og reyndi að beita honum fyrir mig, en það dugði ekki. Nú komst ég loksins í skip sem ætlaði heim, og var ákveðið að leggja upp frá Fredrikstad. Þetta litla skip, aðeins 18 smálestir, hlaut nafnið „Frekjan". Eftir ýmis ævintýri kom- umst við af stað. Það voru gerðar loftárásir á staðinn rétt áður en við ætluðum að leggja af stað, svo að okkur seinkaði. Ferðin yfir til Noregs gekk vel, engar alvarlegar truflanir. Þegar komið var til Noregs, var allt í sárum, sokkin skip víðs vegar, sem minntu okkur á þá voðalegu atburði sem þarna höfðu orðið. Norðmenn- irnir, sem heima dvöldu, voru þungir á brún og daprir yfir örlögum sínum. Síðan var haldið norður með Nor- egi, ýmist innan skerja eða utan, til skiptis, og alla leið norður til Bergen. Þegar þangað kom var sótt um leyfi til að halda frá Bergen, áleiðis til íslands. Var það þýzka flotastjórnin þar sem þetta annaðist. Sagðist hún þó verða að hafa samband við aðrar deildir, og að við gætum ekki farið fyrr en á vissum degi. Við vissum ekki hvort það var rétt, eða hvort haft var samband við nokkurn, eða nokkrar deildir, ég veit engar sann- anir um það, eða hvort þetta var gert til þess að rannsaka málið eða íhuga það. En það varð ofaná, að við lögð- um af stað og enginn stöðvaði okkur. Mér er ekki ljóst, hvort við fórum í fullu leyfi eða ekki, eða hvort við ályktuðum að við hefðum leyfi. Þjóð- verjarnir sögðu alltaf við okkur: Ver- ið þið bara rólegir, stríðinu lýkur eft- ir nokkrar vikur, það tekur því ekki að vera að setja sig í nokkra hættu fyrir svona hluti, en ef þið viljið fara, herra trúr, þið um það. Er nú stefnan tekin á Færeyjar, og á þeirri leið kom ekkert sérstakt fyrir. Þegar þangað kom vorum við settir í hervörzlu enskra hermanna. Héldum þó til í bátnum, og notaði ég tækifærið til þess að fara í sjó- inn og synda. Vakti það mikið uppi- stand hjá Bretunum, og voru rétt búnir að skjóta mig, skarfarnir þess- ir. Ég átti að vera kyrr um borð í skipinu, en stakk mér út af því í sjó- inn og synti þarna um höfnina, hafði ekki komið í vatn lengi. Ekki kom þetta til neins missættis okkar í milli og Breta, og fengum við brátt leyfi til að sigla síðasta spölinn heim til íslands. Það er ólýsanlegt ferðalag frá Fær- eyjum og heim, þessum síðasta áfanga á þessari löngu leið. Það brjót- ast um í brjósti manns margs konar hugrenningar, þegar maður skimar eftir landinu undir þessum kringum- stæðum, sínu eigin landi, sem þá er hernumið, og maður skimar og skim- ar eftir því um leið og maður veit, að það verður að berja niður þenn- an andstæðing í Evrópu, maður veit það, að það hlýtur að taka langan tíma. Það var ekkert sem benti á að það mundi takast, þessar hugleiðingar manns um það hvað verður um land- ið, hvað verður um okkur. Okkur kom aldrei til hugar að á næsta leiti gæti verið óvinveittur kafbátur í sjóskorp- unni tilbúinn að nota tæki sín. Með okkur bjó aðeins sú innri sann- færing, að ekkert gæti stanzað okk- ur, og jafnvel að það væri betra að vera dauður en komast ekki til fyrir- heitna landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.