Valsblaðið - 11.05.1972, Page 38
36
VALSBLAÐIÐ
Ég segi það eins og er, að mér datt
aldrei í hug að eitthvað kæmi fyrir
okkur. Það lagðist strax i mig, að
við kæmumst heilu og höldnu heim.
Ég hef verið næmur á það í lífinu
fram að þessu, að finna á mér hvað
verða muni.
Einhvern tíma hef ég heyrt það,
að þið hafið látið í veðri vaka við
Þjóðverjana í Noregi, að þið væruð
með hernaðarleyndarmál í fórum
ykkar sem yrðu að komast til réttra
aðila, og að þeir mættu sízt af öllu
trufla það. Var þetta rétt, Úlfar?
Ég held nú, satt bezt að segja
kannske, að við höfum látið í það
skína að við værum ekki með hern-
aðarleyndarmál, heldur hitt, að við
værum í „sérstökum erindum“, það
væri ekki hægt að tala nánar um
þetta, en að það væru „sérstök erindi"
sem við ættum að reka. Það vildi nú
svo til að einn af félögunum um borð,
var kunnugur í vissum svæðum
Þýzkalands, en ég mjög kunnugur í
öðrum, sem voru ólíkleg svæði eins
og austursvæðin, þar sem engir út-
lendingar voru yfirleitt. Við vorum
svo þrælkunnugir þessum stöðum,
sem þeir fóru að spyrja um, að það
hlaut að slá þá undarlega, hvað þess-
ir menn vissu. í þriðja lagi vorum við
með „kaptein", sem var með heið-
ursmerki frá sjálfum Hindenburg,
fyrir að bjarga þýzkri skipshöfn, og
hafði skilríki um það um borð. Það
var því erfitt fyrir Þjóðverjana að
vera ónotalegir við þennan mann,
sem stjórnaði fleytunni, mann sem
hafði bjargað þýzkum sjómönnum og
sett sig sjálfan í lífshættu. Þessi
maður var Lárus Blöndal skipstjóri,
sá frægi og mikli sjómaður.--------
Þetta endaði sem sagt eins vel og
það gat: „Allir komu þeir aftur og
enginn þeirra dó“.
Þessi ferð verður mér ógleyman-
legt ævintýri.
Höfðuð þið nóg matvæli?
Við höfðum nóg að borða, og við
höfðum undarlega hluti um borð, sem
ég veit ekkert hvaðan komu, enn þann
dag í dag. Ég veit ekki hvaðan mat-
vælin komu, en þar á meðal voru
amerískir vindlingar, og þeim var
óspart troðið í hendur Þjóðverjanna
í Bergen. Þarna voru alls konar hlut-
ir, sem alls ekki fengust, eins og
ómælt smjör. Ég spurði aldrei um
þetta, ef til vill vegna þess að önnur
atriði voru efst í huganum. Þegar
Gísli Jónsson andaðist hugsaði ég
með mér: Nú er líklega farin sú vitn-
eskja, hvaðan þetta kom.
„Maðurinn lifir ekki án vina“.
Hvert hinna mörgu áhugamála
þinna er þér hugstæðast og hvers
vegna?
Ég held, að það sem hefur gripið
dýpzt inn í líf mitt, sé áhuginn fyrir
félagslífinu, samvistin við mér betri
menn, eða góða menn, vináttan sem
alltaf hlýtur að skapast, sem er
grundvöllurinn í félagslífinu. Félags-
lífið er líka til að skapa vináttu.
Hvaða vit er í félagslífi ef engin vin-
átta skapast?
Maðurinn lifir ekki án vina. Þarna
finnur hann þá, þarna á hann að
rækta þetta. Inntak félagslífs hlýtur
að vera vinátta og þroski. Þú þrosk-
ast af því að umgangast aðra menn,
skilja þá, leitast við að setja þig inn
í þeirra hugsanagang, og ef til vill
laga þig eftir þeim. Finna það, að
þú hefur bætt þig á því að gera það.
Ég hef þá trú á íþróttunum, að
það sé bezta leiðin og ódýrasta fyrir
þjóðfélagið til þess að gera eitthvað
fyrir þegna sína, á þessu skeiði, og
gegnum alla ævina. Ég held, að það
sé bezt farið með þá peninga sem
lagðir eru í þetta, af öllum þeim pen-
ingum sem lagðir eru til félagsmála.
Skynsamlegasta peningaráðstöfunin
fyrir ríki og aðra sem þessum mál-
um sinna, er að miðla þeim til þess-
ara manna sem vilja standa í þessu
og hjálpa þeim til að koma hlutun-
um áfram. Svo kemur til hin óskap-
lega mikla heilsuvernd, sem fer fram
á þessum stöðum, og miðar að því
að fyrirbyggja sjúkdóma. Hvað get-
um við ekki sparað í fjármunum ef
við fyrirbyggjum eða drögum úr
sjúkdómum, ef við lítum á það, að
hver einasti legudagur á sjúkrahúsi
kostar um 3 þús. krónur kannske, og
þó við spöruðum ekki nema 10% á
ári af því sem annars væri, væri það
óheyrileg upphæð, yfir allt landið.
Manni var kennt að fara vel með
peninga, sérstaklega ef aðrir ættu
þá, eins og faðir minn sagði. Ég efa
ekki að það er rétt sem við íþrótta-
menn segjum, og þeir sem berjast
fyrir framgangi íþrótta og líkams-
ræktar. íþróttin sjálf er góð, en lík-
amsræktin gefur af sér ótal jákvæð
áhrif: Heilsuvernd, geðvernd, vernd
frá glæpum og margt annað. Þetta
verður ekki metið til peninga.
Nú hefur þú mæðzt í mörgu, Úlfar,
tekizt á við sitthvað og oftast komið
út úr hverri raun sem sigurvegari,
en hvað hefur valdið þér mestu hug-
arangri í afskiptum þínum af félags-
málum?
Ja, það er alltaf leiðinlegt að tapa
leik, sem manni finnst að maður ætti
að vinna. Það er eins í lífinu og á
leikvellinum.
Það veldur mér mestu hugarangri,
þegar menn eru að gera lítið úr íþrótt-
unum og íþróttastarfseminni, menn,
sem ekkert vita um tilgang þeirra og
ekkert skilja um gang þeirra og ekki
vilja nógu vel. Menn sem eru að draga
það í efa að íþróttirnar séu góðar.
Við höfum sannað það, að þær eru
það.
Sem sagt, það veldur mér hugar-
angri þegar ég verð þess var, að
íþróttirnar séu lítillækkaðar á ein-
hvern hátt.
íþróttahreyfingin á að vera voldug
eik, og fá notið sín sem slík.
Segðu mér, finnst þér það hafa
verið þess virði fyrir þig persónulega
að leggja orku og vilja í öll þessi
áhugastörf þín á liðnum árum.
Sú vinna sem ég vinn daglega, og
sú menntun og þjálfun sem ég hef
fengið, með hjálp minna foreldra og
margra annara góðra manna, og þau
tækifæri sem ég hef fengið til að
læra eitthvað á ég allt öðrum að
þakka.
Ég gat ráðið sjálfur um mín áhuga-
mál, þar þurfti ég ekki til annarra
að sækja, það tók ekkert frá öðrum.
Ég held að lífið væri ekki nema hálft
eða eins og Egill sagði í Sonartorrek:
„Ófullt og opið skarð“, ef maður hefði
ekki áhugamál, eins og ég gat um áð-
an, vináttu og slíkt. Ég vildi ekki hafa
misst af einum einasta hlut í þessu,
jafnt vonbrigðunum sem því góða,
því að af vonbrigðunum lærir maður
að temja sig, stilla sig, og af því góða
líður manni aldrei illa, jafnvel það
vonda og erfiða getur orðið manni
til góðs. Við vitum það báðir að vöðv-
inn þarf átak, það er eins með lífið.
Ég hefði ekki getað farið betur með
þennan tíma á nokkurn hátt.
„Vertu heill gagnvart félagi þínu og
félögum“.
Hvað vilt þú ráðleggja ungum
drengjum, sem vilja ná árangri í
íþróttum ?
Við getum hugsað okkur að ævin
skiptist í tvö skeið, í raun og veru,
það er skeiðið sem þú tilheyrir sjálfur
sem iðkandi, og þá er varla hægt að
krefjast af þér mikilla félagslegra
framkvæmda, og síðan þegar þú ert
sjálfur hættur og farinn að vinna
fyrir þér, að þú gefir þér þá tíma
til félagsmála.
Nú eru áhugamálin óendanleg og ég
er ekki að segja að allir eigi að fara
í íþróttir, það er svo ákaflega margt
annað til. Ég held þó, að hver ein-
asti ungur maður eigi að þjálfa sig
í einhverri íþrótt, sjálfs sín vegna,
til þess að þjálfa upp líkama sinn.
Það þýðir ekkert að fara að byrja
allt í einu, þegar menn eru komnir
að fertugu. Þetta verður að gerast
frá byrjun, jafnóðum og þroskinn
kemur, annars er lítið vit í þessu.
Menn segja oft að þeir hafi ekki
tíma, en menn hafa alltaf tíma, og
menn eiga að hafa tíma til að hugsa
um sjálfa sig líka. Maður hlýtur að