Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 40
38
VALSBLAÐIÐ
hann að koma sem næst peningi and-
stæðingsins, hverfa fyrir horn, nú og
svo var það knattspyrna, sem oftast
var iðkuð á götunni, enda lítil trufl-
un af bifreiðum í þá daga. Svo not-
uðum við einnig fyrir stærri leiki
svæði þar sem Sundhöllin stendur, og
var kallað „Öskuhaugarnir". Áhugi
var mikill meðal drengjanna á Grett-
isgötunni, en þar átti ég heima. Þar
voru starfandi tvö félög, hét annað
Fálkinn og var ég í því, en hitt hét
Grettir. Var oft efnt til kappleikja
milli þessara félaga og þá keppt á
„Öskunni“ eins og það var kallað.
Ég minnist þess líka, að oft var keppt
við drengina í „Pólunum“, en þeir
höfðu einnig með sér knattspyrnu-
félag. Þetta voru mín fyrstu kynni
af knattspyrnu.
Hvenær fórst þú svo að fylgjast
með Val og hvers vegna fórst þú
endilega í Val?
Sem ungur drengur sótti ég snemma
fundi í KFIJM, og þar gerðist ég fé-
lagi í „Hvat“, sem séra Friðrik Frið-
riksson stofnaði þar og var þar til
að ég byrjaði í KFUM. Þetta var
afar skemmtilegt, því oft eftir fundi
fórum við fylktu liði undir fána og
stjórnaði séra Friðrik göngunni, sem
okkur drengjunum þótti mikið til
koma. Völlurinn, sem við æfðum á,
var þar sem Loftskeytastöðin kom
síðar. Leiðbeindi hann okkur, enda
hafði hann mjög góðan skilning á
leiknum. Mér er alltaf minnisstætt
atvik frá æfingu þar, sem opnaði svo-
lítið augu mín fyrir því hvað knatt-
spyrna var og ég fékk undirstrikað
af séra Friðrik.
Ég var vinstri innherji og útherj-
inn hleypur inn á völlinn, en þá hleyp
ég út og tek stöðu hans. Friðrik hafði
þá veitt þessu athygli, kemur til min
og segir: Þetta var gott hjá þér, svona
á að leika!
Mig minnir að ég hafi gengið í Val
um 1920. Ekki er ólíklegt, að tengsl-
in milli Vals og KFUM hafi verið or-
sökin til þess að ég valdi einmitt Val.
Líka getur verið að Hallur Þorleifs-
son, einn af stofnendum Vals, hafi
haft áhrif á mig, því að um þetta
leyti var ég sendill hjá honum, en
hann rak þá verzlunina Vaðnes á
Klapparstígnum. Ég man alltaf eftir
fyrstu sendiferðinni sem ég fór, því
farartækið voru hjólbörur! Handvagn
var einnig notaður til sendiferðanna,
því að menn gerðu mikið að því að
fá sekkjavöru og var stundum um
2—3 50 kg. poka að ræða, sem senda
þurfti í sama húsið. Þurfti maður
oft að fá aðstoð og hjálp með þessa
poka og góðhjartaðir menn, sem leið
áttu um götuna, ýttu þá á vagninn,
þegar ég varð að sækja á brattann!
Ég mun hafa byrjað að keppa 10—
11 ára og þá í þriðja flokki. Aldrei
tókst okkur að vinna mót, en nokkr-
um sinnum lentum við í úrslitum við
KR. Þarna voru að koma fram ungir
áhugasamir menn sem héldu saman,
og komu mjög við sögu síðar og eru
mér minnisstæðir frá þeim tíma menn
eins og: Jóhannes Bergsteinsson,
Agnar Breiðfjörð, Björn Sigurðsson
og Jón Eiríksson o. fl.
Á þessum árum voru engir þjálf-
arar sem tóku að sér kennslu hjá okk-
ur, við sóttum bara æfingarnar full-
ir áhuga. Það er ekki fyrr en 1927
sem þjálfari er ráðinn, en það var
Guðmundur H. Pétursson.
Frá þeim árum, þegar ég var að
byrja, er mér minnisstæð heimsókn
Akademisk Boldklub, og þeir íslend-
ingar, sem mér urðu þá ógleyman-
legir voru þeir: Friðþjófur Thorsteins-
son, Magnús Guðbrandsson og Stefán
Ólafsson. Friðþjófur var fljótur að
hlaupa og gat skotið á sprettinum,
enda mjög skotharður og þannig skor-
aði hann mark gegn Dönunum.
Eftir að ég kom í annan flokk minn-
ist ég margra úrslitaleikja við KR,
og var oft erfitt að ná úrslitum. Er
mér minnisstæður leikur, þar sem
fenginn hafði verið enskur dómari.
Það var langt liðið á leik, er mikil
þröng myndast við KR-markið eftir
aukaspyrnu, var þá mikill móður í
mönnum og ýtti hver við öðrum sem
mest við máttum og endaði með því
að boltanum var ýtt inn fyrir línu og
fylgdu margir leikmenn með! Þar
með réðust úrslitin í þeim leik. KR-
ingar mótmæltu og töldu markið ólög-
lega skorað, en það tjáði ekki að deila
við dómarann!
Ég byrjaði að leika með meistara-
flokki 1928 og á því ári lék Valur við
skozkt lið frá háskólanum í Glasgow.
Mér er þessi leikur ef til vill minnis-
stæður vegna þess að það var fyrsti
stórleikurinn sem ég tók þátt í. Ann-
að atvik í sambandi við leikinn getur
líka hafa orsakað það að leikurinn
varð mér svo minnisstæður. Eftir
leikinn var efnt til fagnaðar með öll-
um keppendum, en þá gerist það í
hófi þessu að einn hinna skozku leik-
manna afhendir mér skóna sína til
eignar og þótti mér mikið til þess
koma. Ekki veit ég hvað honum kom
til að gera þetta.
Akureyrarferð 1927.
Sumarið 1927 réðist Valur í það
að senda meistaraflokk í keppnis-
ferð norður á Akureyri. Þetta þótti
í mikið ráðizt, því aldrei hafði félag
úr Reykjavík ráðizt í slíka för. Ég
fékk að fara með, sem aukamaður,
enda þá ekki farinn að keppa í þeim
flokki. Þetta var mjög eftirminnileg
ferð og hafði mikil örvandi áhrif á
leikmenn. Á Akureyri gerðu Vals-
menn meira. en að keppa í knatt-
spyrnu, þeir tóku þátt í frjálsíþrótta-
móti og stóðu sig með prýði, enda
var hinn ágæti íþróttamaður Friðrik
Jesson frá Vestmannaeyjum meðal
keppenda í liði Vals.
Liðið tapaði engum leik í ferðinni.
Fyrsti leikurinn var við UMF Akur-
eyrar og endaði 4:4. Annar leikurinn
var við Þór og vann Valur 4:0, og
síðasti leikurinn var svo við UMF
Akureyrar, og varð aftur jafntefli
4:4. Á leiðinni heim var lítið stanz-
að í höfnum, og það svo, að ekki varð
lokið leik sem byrjað var á við úrval
af ísafirði.
Heldur gekk heimferðin seint og
það svo, að komið var fjórum dögum
á eftir áætlun til Reykjavíkur. Var
þá Knattspyrnumót íslands byrjað,
en hafði verið frestað eitthvað vegna
seinkunar skipsins. Til Reykjavíkur
var svo komið 27. júní og strax um
kvöldið varð liðið að keppa. Ferðin
var í alla staði vel heppnuð og þjapp-
aði leikmönnum saman og vildu marg-
ir álíta að árangur hefði mátt sjá
strax í frammistöðu liðsins í Islands-
mótinu, þar sem það varð í öðru sæti,
en undanfarin ár hafnað í því neðsta.
Þú varðst einn af íslandsmeisturum
Vals 1930. Hvað er þér minnisstæð-
ast frá því móti?
Mér eru ákaflega minnisstæðir
fundir, sem haldnir voru heima hjá
þeim bræðrum Jóni og Ólafi Sigurðs-
sonum. Þar voru málin rædd og reif-
uð frá öllum hliðum, knattspyrnan,
félagsmál, mótherjarnir. Þar eggjuðu
menn hverjir aðra, að stunda æfingar
og gera sitt bezta í öllu tilliti. Mér
er líka minnisstætt markið sem Jó-
hannes Bergsteinsson skoraði, sem
varð sigurmarkið, en leikurinn end-
aði 2:1. Ég er alltaf sannfærður um
það, að samheldnin hjá liðinu, hvað
við vorum mikið saman, töluðum oft
saman utan vallar, hafði einna mesta
þýðingu til að ná þessum sigri.
Hvaða leikmenn eru þér minnis-
stæðastir frá þessum árum?
Það er KR-tríóið, eins og þeir Þor-
steinn Einarsson, Hans Krag og Gísli
Guðmundsson voru kallaðir einu
nafni. Sigurður Halldórsson, úr KR,
er mér einnig minnisstæður sem bak-
vörður.
Hvaða leikur er þér eftirminnileg-
astur, og hvaða tap fékk mest á þig
á keppnisferli þínum?
Úrslitaleikurinn í íslandsmótinu
1933, við KR, verður mér lengi eftir-
minnilegur, því að við unnum hann
mjög glæsilega, eða með 6 gegn 3,
eftir að leikar stóðu 3:2 í hálfleik
KR í vil.
Það var í þessum leik, að Jón Krist-
björnsson markmaður meiddist svo, að