Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 41

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 41
VALSBLAÐIÐ 39 íslandsmeistarar 1930. Aftari röð: Jóhannes Bergsteinsson, Björn Sigurðsson, Hrólfur Benediktsson, Agnar Breiðfjörð, Halldór Árnason, Hólmgeir Jónsson. — Fremri röð: Ólafur Sigurðsson, Pétur Kristinsson, Jón Kristbjörnsson, Frímann Helgason og Jón Eiríksson. það dró hann til dauða. Hvað töpin snertir held ég að þau hafi aldrei haft nein áhrif á mig, það verður alltaf einhver að tapa. Þó skal það játað að mér leiddist að tapa einum leik, sem ég tók þátt í, en það var leikur við B-lið KR í Islandsmóti, en þeir unnu okkur 2:1. Mér fannst það dá- lítið niðurlægjandi að láta B-lið vinna okkur. Þú hefur alltaf gaman af kímni og spaugsömum atvikum, minnist þú margra slíkra frá ferli þínum? Ég minnist atviks úr leik við Akur- eyringa frá þeim árum, er Einar Björnsson lék með þeim í marki í íslandsmóti. Hann var mikill vexti og hafði gleraugu, sem óvenjulegt var í þá daga. Við höfðum skorað nokkur mörk hjá honum, og honum ef til vill verið farið að síga í skap. Þá er það einu sinni, að ég er kom- inn upp undir markið og gerði hann greinilega ráð fyrir að ég mundi skjóta, því hann kastar sér og um leið og hann fellur þarna endilangur, í allri sinni lengd, rekur hann upp skaðræðisóp. Þessi ógurlegu óhljóð höfðu lamandi áhrif á mig, varð hálf- stjarfur og ég man satt að segja ekki hvort ég hafði döngun í mér til að skjóta. Og enn sé ég Einar fyrir mér og heyri öskrið í honum þó að liðin séu rúm 40 ár! Mér er líka minnisstætt þegar próf- dómararnir ætluðu að gera Guðjóni Einarssyni dálítinn grikk, þegar hann tók dómaraprófið, í æfingaleik. Þeir höfðu samið við markmanninn í öðru liðinu að skipta um peysu við annan mann, sem lék úti á vellinum, og var það gert, en einn leikmannanna benti Guðjóni á þetta og lét lagfæra og stóðst hann prófið með sóma. Eitt atvik úr keppni í öðrum flokki, sem fram fór á vellinum, þar sem stóru bæjarhúsin við Hringbraut standa, er mér alltaf minnisstætt. Með okkur lék piltur að nafni Stein- grímur Jónatansson, snar í snúning- um og fljótur að hlaupa og hafði góða knattmeðferð. Eitt sinn fær hann knöttinn við miðlínu og samstundis tekur hann á rás og margir verða til þess að ráðast á hann og gera tilraun til að hindra hann, en allt kemur fyr- ir ekki og hann leikur á þá einn eftir annan, og að síðustu verður mark- maðurinn fyrir sömu örlögum og þá var auðvelt að skora! Þetta þótti ægi- lega vel leikið í þá daga! Annað atvik er mér einnig minnis- stætt, en það er úr þriðja flokki. Markmaður Vals, Hákon Guðmunds- son (látinn fyrir allmörgum árum), fékk boltann og sparkar hátt og langt í áttina að marki mótherjanna. Mikið rok var og stóð á þeirra mark, en markmaður þeirra mun hafa gengið örlítið í áttina til hins svífandi bolta til að taka þar á móti honum, en hann reiknaði svifið og vindinn ekki rétt og það fór svo, að hann strauk aðeins boltann og varð að sjá á eftir honum í markiö! Hlutavelta í fiskliúsi. Hólmgeir Jónsson hefur komið víða við í störfum fyrir Val, en stjórn og starfsemi við hlutaveltur má segja að hafi verið hans sérgrein. Hluta- veltur voru um langt skeið aðalfjár- öflunarleiðir hjá íþróttafélögunum í bænum, og má líkja þeim við get- raunirnar núna. Hefur hann verið að- aldrifkraftur við allar hlutaveltur sem Valur hefur haldið s.l. 45 ár, og tel- ur Hólmgeir, að þær muni hafa verið 15—20 talsins. Hvað vilt þú segja um þessar hluta- veltur og var ein fremur en aðrar þér minnisstæð? Það var mikil vinna lögð í að und- irbúa þessar hlutaveltur, og „sníkj- ur“ skipulagðar meðal kaupmanna og velunnara. Fylgdu þessu oft vöku- nætur bæði á undan og eftir. Þá var mikið kapp lagt á að auglýsa hluta- velturnar, svo að þessi ,,hvalreki“ færi nú ekki framhjá fólki. Valur átti um langt skeið einkarétt á máls- hættinum „Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær“. Var þessi setning yfir þvera síðu í blöðum ásamt því sem var á boðstólum. Önnur setning var og notuð, sem þótti glæsileg og var m. a.: „Matarforði til vetrarins“. í þessum vetrarforða var m. a.: Mjöl- sekkur, sykursekkur, kjöttunna, skip- pund af saltfiski og tonn af kolum, og þótti þetta ekkert smáræði í þá daga. Höfðu þessar setningar vafa- laust mikið aðdráttarafl. Minnisstæðasta hlutaveltan er án efa hlutaveltan, sem haldin var í fisk- húsinu á Þormóðsstöðum. Til gamans má skjóta því hér inn, að í þessu sama húsi — fiskhúsinu á Þormóðsstöðum ■—■ stunduðum við inniæfingar, þar sem við æfðum knatttækni og mun það vera í fyrsta sinni sem það er reynt hér. Þótti okkur það skemmti- legt og góður árangur varð af þess- um æfingum. Hlutaveltur munu þá hafa verið bannaðar á bæjarlandinu, en við höfðum heppnina með okkur, því að útgerðarfélagið Alliance átti hús þetta, en þar nutum við félaga okkar, Ólafs, sonar Jóns Ólafssonar forstjóra, en hann keppti þá í aðal- liði félagsins og sat í stjórn þess. Safnað var af miklu kappi, og að okkar áliti glæsilegri hlutaveltu kom- ið þar fyrir. Nú var aðeins að bíða og sjá hvernig hlutavelta utan Reykjavíkur yrði sótt. Við settum í gang áætlunarferðir úr Lækjargötu og suður eftir og viti menn, hver vöru- bifreið, sem búin var sætum á palli, var yfirfull, og seldist allt upp á skömmum tíma. Þegar hver hluta- veltumiði hafði verið seldur, var hús- ið fullt. Vildu menn þá fá endur- greidda aðgöngumiða sína og þegar út var komið biðu þar á annað hundr- að manns eftir því að komast inn og kaupa. Við þetta má bæta að að- gangur var seldur að hlutaveltunni á 25 aura. Græddum við stórfé í þetta sinn. Þá er mér minnisstæð hlutavelta sem haldin var í ísafoldarprentsmiðju, þegar hún var í byggingu. Þá var meðal vinninga þokkalegur bíll. Gekk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.