Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 41
VALSBLAÐIÐ
39
íslandsmeistarar 1930. Aftari röð: Jóhannes Bergsteinsson, Björn Sigurðsson, Hrólfur
Benediktsson, Agnar Breiðfjörð, Halldór Árnason, Hólmgeir Jónsson. — Fremri röð:
Ólafur Sigurðsson, Pétur Kristinsson, Jón Kristbjörnsson, Frímann Helgason og
Jón Eiríksson.
það dró hann til dauða. Hvað töpin
snertir held ég að þau hafi aldrei haft
nein áhrif á mig, það verður alltaf
einhver að tapa. Þó skal það játað
að mér leiddist að tapa einum leik,
sem ég tók þátt í, en það var leikur
við B-lið KR í Islandsmóti, en þeir
unnu okkur 2:1. Mér fannst það dá-
lítið niðurlægjandi að láta B-lið vinna
okkur.
Þú hefur alltaf gaman af kímni og
spaugsömum atvikum, minnist þú
margra slíkra frá ferli þínum?
Ég minnist atviks úr leik við Akur-
eyringa frá þeim árum, er Einar
Björnsson lék með þeim í marki í
íslandsmóti. Hann var mikill vexti
og hafði gleraugu, sem óvenjulegt
var í þá daga. Við höfðum skorað
nokkur mörk hjá honum, og honum
ef til vill verið farið að síga í skap.
Þá er það einu sinni, að ég er kom-
inn upp undir markið og gerði hann
greinilega ráð fyrir að ég mundi
skjóta, því hann kastar sér og um
leið og hann fellur þarna endilangur,
í allri sinni lengd, rekur hann upp
skaðræðisóp. Þessi ógurlegu óhljóð
höfðu lamandi áhrif á mig, varð hálf-
stjarfur og ég man satt að segja ekki
hvort ég hafði döngun í mér til að
skjóta. Og enn sé ég Einar fyrir mér
og heyri öskrið í honum þó að liðin
séu rúm 40 ár!
Mér er líka minnisstætt þegar próf-
dómararnir ætluðu að gera Guðjóni
Einarssyni dálítinn grikk, þegar hann
tók dómaraprófið, í æfingaleik. Þeir
höfðu samið við markmanninn í öðru
liðinu að skipta um peysu við annan
mann, sem lék úti á vellinum, og var
það gert, en einn leikmannanna benti
Guðjóni á þetta og lét lagfæra og
stóðst hann prófið með sóma.
Eitt atvik úr keppni í öðrum flokki,
sem fram fór á vellinum, þar sem
stóru bæjarhúsin við Hringbraut
standa, er mér alltaf minnisstætt.
Með okkur lék piltur að nafni Stein-
grímur Jónatansson, snar í snúning-
um og fljótur að hlaupa og hafði góða
knattmeðferð. Eitt sinn fær hann
knöttinn við miðlínu og samstundis
tekur hann á rás og margir verða til
þess að ráðast á hann og gera tilraun
til að hindra hann, en allt kemur fyr-
ir ekki og hann leikur á þá einn eftir
annan, og að síðustu verður mark-
maðurinn fyrir sömu örlögum og þá
var auðvelt að skora! Þetta þótti ægi-
lega vel leikið í þá daga!
Annað atvik er mér einnig minnis-
stætt, en það er úr þriðja flokki.
Markmaður Vals, Hákon Guðmunds-
son (látinn fyrir allmörgum árum),
fékk boltann og sparkar hátt og langt
í áttina að marki mótherjanna. Mikið
rok var og stóð á þeirra mark, en
markmaður þeirra mun hafa gengið
örlítið í áttina til hins svífandi bolta
til að taka þar á móti honum, en
hann reiknaði svifið og vindinn ekki
rétt og það fór svo, að hann strauk
aðeins boltann og varð að sjá á eftir
honum í markiö!
Hlutavelta í fiskliúsi.
Hólmgeir Jónsson hefur komið víða
við í störfum fyrir Val, en stjórn
og starfsemi við hlutaveltur má segja
að hafi verið hans sérgrein. Hluta-
veltur voru um langt skeið aðalfjár-
öflunarleiðir hjá íþróttafélögunum í
bænum, og má líkja þeim við get-
raunirnar núna. Hefur hann verið að-
aldrifkraftur við allar hlutaveltur sem
Valur hefur haldið s.l. 45 ár, og tel-
ur Hólmgeir, að þær muni hafa verið
15—20 talsins.
Hvað vilt þú segja um þessar hluta-
veltur og var ein fremur en aðrar
þér minnisstæð?
Það var mikil vinna lögð í að und-
irbúa þessar hlutaveltur, og „sníkj-
ur“ skipulagðar meðal kaupmanna og
velunnara. Fylgdu þessu oft vöku-
nætur bæði á undan og eftir. Þá var
mikið kapp lagt á að auglýsa hluta-
velturnar, svo að þessi ,,hvalreki“
færi nú ekki framhjá fólki. Valur
átti um langt skeið einkarétt á máls-
hættinum „Sveltur sitjandi kráka, en
fljúgandi fær“. Var þessi setning yfir
þvera síðu í blöðum ásamt því sem
var á boðstólum. Önnur setning var
og notuð, sem þótti glæsileg og var
m. a.: „Matarforði til vetrarins“. í
þessum vetrarforða var m. a.: Mjöl-
sekkur, sykursekkur, kjöttunna, skip-
pund af saltfiski og tonn af kolum,
og þótti þetta ekkert smáræði í þá
daga. Höfðu þessar setningar vafa-
laust mikið aðdráttarafl.
Minnisstæðasta hlutaveltan er án
efa hlutaveltan, sem haldin var í fisk-
húsinu á Þormóðsstöðum. Til gamans
má skjóta því hér inn, að í þessu sama
húsi — fiskhúsinu á Þormóðsstöðum
■—■ stunduðum við inniæfingar, þar
sem við æfðum knatttækni og mun
það vera í fyrsta sinni sem það er
reynt hér. Þótti okkur það skemmti-
legt og góður árangur varð af þess-
um æfingum. Hlutaveltur munu þá
hafa verið bannaðar á bæjarlandinu,
en við höfðum heppnina með okkur,
því að útgerðarfélagið Alliance átti
hús þetta, en þar nutum við félaga
okkar, Ólafs, sonar Jóns Ólafssonar
forstjóra, en hann keppti þá í aðal-
liði félagsins og sat í stjórn þess.
Safnað var af miklu kappi, og að
okkar áliti glæsilegri hlutaveltu kom-
ið þar fyrir. Nú var aðeins að bíða
og sjá hvernig hlutavelta utan
Reykjavíkur yrði sótt. Við settum
í gang áætlunarferðir úr Lækjargötu
og suður eftir og viti menn, hver vöru-
bifreið, sem búin var sætum á palli,
var yfirfull, og seldist allt upp á
skömmum tíma. Þegar hver hluta-
veltumiði hafði verið seldur, var hús-
ið fullt. Vildu menn þá fá endur-
greidda aðgöngumiða sína og þegar
út var komið biðu þar á annað hundr-
að manns eftir því að komast inn
og kaupa. Við þetta má bæta að að-
gangur var seldur að hlutaveltunni á
25 aura.
Græddum við stórfé í þetta sinn.
Þá er mér minnisstæð hlutavelta
sem haldin var í ísafoldarprentsmiðju,
þegar hún var í byggingu. Þá var
meðal vinninga þokkalegur bíll. Gekk