Valsblaðið - 11.05.1972, Page 44

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 44
42 VALSBLAÐIÐ Sigurdór Sifiurdórsson: Valsdagurinn 1971 Valsdagurinn var að vanda haldinn í sumar, þótt hann væri haldinn síðar en æskilegt var, þar eð komið var fram í september, þegar hann var haldinn og hefur ekki verið svona seint fyrr. Þó heppnaðist hann vel að vanda og var félaginu til mikils sóma, eins og aðrir Valsdagar Iiðinna ára hafa verið. Mjög fjölmennt var á Hlíðarenda eins og alltaf þegar Valsdagurinn er haldinn og Iétu margir, einkum foreldrar sem eiga börn sín í Val, í Ijós ánægju sína með það sem um var að vera á Hlíðarenda þennan dag. En þótt við Valsmenn séum ánægðir með þennan dag okkar og önnur iþrótta- félög hafi tekið hann sér til fyrirmyndar, þá megum við ekki vera svo sjálfumglaðir, að það deyfi dómgreind okkar á því sem betur megi fara. Mér er það engin launung, að eftir að hafa fylgzt með Valsdeginum, sem blaðamaður Valsblaðsins í 3 ár, er mér ljóst, að þrátt fyrir allt nær hann ekki enn fullkomlega tilgangi sínum. Það sem á vantar mest af iillu að mínum dómi er, að þeir, sem í forsvari eru fyrir félagið hverju sinni, ná ekki þvi sambandi við gesti okkar á Valsdaginn, foreldra barna og unglinga í félaginu, sem æskilegt væri. Ég hef áður haldið því fram, að reyna ætti, sem frekast er unnt, að virkja til félagsstarfs þá foreldra, sem sýna félaginu áhuga í gegnum iþróttaþátttöku barna sinna í Val. Ég hef einnig fundið það, í viðtölum við þetta fólk, að það vill gjarnan starfa fyrir félagið, og þar sem okkur vantar sí- fellt unglingaleiðtoga, eru þá nokkrir heppilegri sem slíkir en einmitt áhugasamir foreldrar, er vilja starfa fyrir félagið? Ég set þetta hérna fram forráðamönnum fé- lagsins til umhugsunar ef það mætti koma að einhverju gagni. Að vanda ræddum við við nokkra gesti okkar að Hlíðarenda á Valsdaginn, og enn sem fyrr voru allir á einu máli um ágæti þess að halda Valsdag, og lýstu hrifningu sinni á því, sem þarna fór fram. „Falsdagurinn er til mihíllar fyrirmyndaru, suqiii Púll Itjurnuson, rinn ui forvíqismönnutn Btrrióuhlihs iír Kópnvoqi Uppi á malarvellinum voru mfl.lið Vals og Breiðabliks að keppa og þar var staddur einn af forráðamönnum knattspyrnudeildar Breiðabliks, Páll Bjarnason. Inntur álits á því fyrir- bæri, Valsdeginum, sagði hann að sér fyndist hann til mikillar fyrirmynd- ar, og svona dag ætti hvert einasta íþróttafélag að helga sér. Valsdagur- inn væri mjög merkilegt framtak, en þó er það annað hjá ykkur Valsmönn- um, sem ég er hrifnari af, sagði Páll, en það er Valsblaðið. Ég er ekki viss um að þið gerið ykkur grein fyrir því hve mikils virði blaðið er fyrir félagið ykkar og með Valsdaginn líka, náið þið því sambandi við foreldra og gamla félaga sem nauðsynlegt er fyrir hvert félag. Hafið þið gert tilraun til þess að koma á svona degi hjá Breiðabliki? Nei ekki enn, en það er von mín að það verði gert og að það megi takast. Að vísu höfum við haldið einn gam- anleik á ári, þar sem bæjarstjórn Kópavogs leikur gegn liði okkar og hefur sá árlegri atburður mælzt vel fyrir, og von mín er sú að við kom- um á sérstökum degi í líkingu við Valsdaginn. Qkkur í Breiðabliki er það ef til vill meiri nauðsyn en öðr- um að ná til fólksins, vegna þess, að flestir bæjarbúar í Kópavogi eru að- fluttir og margir því félagsbundnir í öðrum félögum og sýna okkar félagi því minni áhuga en æskilegt er. Við höfum átt við mikla erfiðleika að etja við að koma okkur upp góðum lið- um, vegna þess að okkur hefur vant- að þann bakhjarl sem önnur félög hafa, og þar á ég við hinn almenna bæjarbúa. En nú er þetta að lagast, og með því að ná betra sambandi við fólkið tel ég að mikill vandi sé leyst- ur. J'j á okkur snýst allt um Val“, söqóu hjónin Oddriín Siffur- fivirsdóííir oq Þorsteinn Auðunsson Við komum strax í morgun kl. 10 til að fylgjast með því sem hér er um að vera, sögðu hjónin Þorsteinn Auð- unsson og Oddrún Sigurgeirsdóttir, er við hittum þau um miðjan dag uppi við malarvöllinn, þar sem þau voru að horfa á mfl. Vals og Breiðabliks keppa. — Og eruð þið ánægð með það sem fram hefur farið? — Já, mjög svo, sögðu þau bæði. Ég er sjómaður, sagði Þorsteinn, og get því minna fylgzt með því sem fram fer í félaginu, sem ég hefði áhuga á. Ég hef alltaf fylgzt mjög vel með Val úr fjarlægð, enda á ég frændur í félaginu og nú er sonur okkar einnig kominn í félagið. — En frúin, fylgist þú vel með því sem fram fer hjá Val? — Já, eins og ég bezt get í gegnum son okkar, og ég verð að segja það, að ég er mjög hrifin af því starfi sem hér er unnið, og Valsdagurinn er til mikillar fyrirmyndar. Sú reynsla, sem ég hef af félaginu, er á þá leið, að ég vildi hvergi frekar vita af börn- um mínum en í félagi eins og Val. — Hafið þið hvatt son ykkar til íþróttaiðkana? — Já, eins og við framast getum og munum alltaf gera það. — Er eitthvað við félagsstarfið i Val sem ykkur fyndist að betur mætti fara? — Ég verð að játa það, sagði Þor- steinn, að ég er ekki nógu kunnugur því til að geta sagt um þetta, en það sem ég þekki til, hef ég ekki, alls ekki, ástæðu til að gagnrýna. — Og þið ætlað að vera hér eitthvað áfram í dag? — Örugglega, meðan eitthvað er um að vera. Meistaraflokkur Vals og UMFN í handknattleik kvenna á Valsvellinum 1971.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.