Valsblaðið - 11.05.1972, Page 51
VALSBLAÐIÐ
49
I»óriHur I*orhelsson;
Landvinningar
Að undanförnu hefur stjórn félags-
ins unnið að því að fá meira land
til starfsemi sinnar fyrir velli, sem
þegar er orðið aðkallandi miðað við
núverandi ástand og þá einnig með
hliðsjón af því að gera má ráð fyrir
að starfsemin vaxi í framtíðinni.
1 tilefni af þessu náði Valsblaðið
í formann félagsins og bað hann að
segja hvað framundan væri með auk-
ið landrými fyrir félagið, hvað liði
áætlunum um framkvæmdir um vall-
argerð og eins hvort bygging íþrótta-
húss hefði komizt á dagskrá hjá
stjórninni, en allt þetta er nokkuð
rætt innan félagsins um þessar
mundir.
Fer hér á eftir það sem Þórður
hafði að segja um þetta efni:
Það hefur alltaf verið kappsmál
Valsmanna að eiga sín svæði sjálfir
og geta þannig skapað sínu fólki að-
stöðu, sem viðunandi mætti teljast
hverju sinni. Þeir, sem hafa fylgzt
með sögu Vals fyrr á árum, vita, að
þetta gekk brösótt, þar til árið 1939
að fest voru kaup á Hlíðarenda. Þetta
land var um 5 hektarar og var mikið
afrek á sínum tíma og það er það
sem Valur býr að í dag. Fyrstu árin
var farið rólega í framkvæmdir, en
svo 1948 til 1958 eða á 10 ára tíma-
bili, að þá er hafizt handa um félags-
heimilið, svo kemur malarvöllurinn,
þá grasvöllurinn og síðan íþrótta-
húsið. Þetta var mikið átak sem þarna
átti sér stað. Síðan hefur verið farið
hægar í sakirnar, sléttaðar smá gras-
spildur og gerður asfaltvöllur fyrir
handknattleik, sem gerir handknatt-
leiknum kleift að æfa úti að sumar-
lagi.
Undanfarin ár hafa heyrzt raddir
um það innan félagsins, að kominn
væri tími til þess að athuga ný at-
hafnasvæði fyrir félagið og var það
álit manna, að knattspyrnuveilirnir
væru ekki nógu margir. Fyrirrenn-
ari minn, Ægir Ferdinandsson, byrj-
aði að vinna að málinu og kom það
í hlut minn og núverandi stjórnar
að halda málinu áfram. Vitað var að
Landsspítalinn var að sækjast eftir
athafnasvæði fyrir vestan gamla flug-
vallarveginn, og þótti rétt að fylgj-
ast vel með gangi mála þar. Upphaf-
lega var hugsað til þess að Valur
gæti ef til vill fengið vallarstæði þar,
en það kom fljótt fram, að þar mundu
ekki geta orðið framtíðarvellir. Þá
var horfið að því, að reyna að fá
framlengingu til vesturs frá núver-
andi malarvelli. Við höfum fengið
með okkur í þessar áætlanir allar
Guðmund Kr. Guðmundsson arkitekt,
sem hefur reynzt okkur hinn nýtasti
maður á alla lund.
Við höfum haft mjög vinsamleg
samskipti við borgarverkfræöing, sem
hefur viljað greiða götu okkar eftir
beztu getu og mætt skilningi hjá
opinberum aðilum hér í borginni.
Nú er málum þannig komið, að við
höfum fengið munnlegt leyfi til að
byggja völl við endann á malarvell-
inum til suðvesturs. Búið er að gera
teikningu af vellinum, holræsum og
þess háttar, og má segja að fyrir
liggi samþykki af hálfu íþróttasjóðs.
Þá liggur fyrir kostnaðaráætlun um
byggingu vallarins og er hún 4,5
millj. króna. Er þá gert ráð fyrir
að stærð vallarins verði 120x90 m,
og mætti þá æfa á honum þversum.
Hvenær hafizt verður handa um
þessar framkvæmd er ekki gott að
segja, fyrst verða allar teikningar og
leyfi að liggja formlega fyrir, en að
því fengnu býst ég við að það drag-
ist ekki lengi.
Þá má geta þess að Jóhannes Berg-
steinsson hefur heitið því, að vera
okkur innanhandar með framkvæmd-
ir á vellinum, en hann var eins og
allir Valsmenn vita, mikill framá-
maður í framkvæmdum Vals 1948 til
1958, og Úlfar Þórðarson hefur sýnt
mikinn áhuga fyrir málinu og er það
mikill fengur fyrir Val að njóta áhuga
og krafta slíkra manna. Ég held að
ég megi fullyrða, að Valur hafi all-
góða fjárupphæð til að byrja á þessu
verki, þannig að það ætti ekki að
þurfa að tefjast mikið þess vegna.
Gerðar voru tvær kostnaðaráætl-
anir, önnur þar sem gert er ráð fyrir
að sprengja klöpp í hliðinni sem veit
að Öskjuhlíðinni og minnka þar með
uppfyllingu sem þarf í hliðina fjær,
því að allmikill halli er þar sem völl-
urinn er staðsettur og er sú áætlun
mun lægri. Hin áætlunin er, að fylla
og hækka völlinn það mikið, að klöpp-
in fari í kaf.
Eins og ég gat um áðan er ekki
um að ræða vallarstæði vestan gamla
flugvallarvegarins að svo stöddu, en
ég er sannfærður um að við fáum
eitthvert viðbótarsvæði þar, þegar
þar að kemur, þó ekki sé hægt að
ákveða það nú.
Samskiptin við Landsspítalann
hafa verið mjög vinsamleg og þeir
vilja hafa okkur þarna í námunda
við sig, hafa áhuga á því og hafa
boðizt jafnvel til þess að þarna yrðu
vellir inn á milli hjá þeim eða æf-
ingasvæði.
Geta má þess, að í framtíðinni eru
hugsaðar miklar breytingar á vega-
kerfinu í kringum Hlíðarendasvæðið.
Miklabrautin á að færast nær okkur.