Valsblaðið - 11.05.1972, Side 66
64
VALSBLAÐIÐ
„pistilinn", þegar þeim fellur ekki
frammistaðan, en það veit enginn
hvað þær segja, eða hver áhrifin
verða.
Þetta eru konurnar sem fundu upp
á því snjallræði, að stofna ,,klúbb“
og bæta sér upp einveruna með orð-
um og athöfnum á heimilum sínum
til skiptis.
Þetta eru konurnar, sem eiga menn-
ina sem kallaðir eru: „Andlit félags-
ins“, og þurfa því mikinn tíma til að
„snyrta það og fegra“!
Við óbreyttir Valsmenn getum því
verið þeim þakklátir fyrir það, að
gera mönnum sínum mögulegt að
halda „andlitinu“ eins hreinu og efni
leyfa, og það er ekki þeim að kenna
þó okkur finnist stundum að það
gæti verið glæsilegra!
Eins og venjulega þótti ritstjórn
blaðsins sjálfsagt að fregna, hvernig
gangur mála í „klúbbnum“ hefur ver-
ið á síðasta ári. Það vill líka svo
heppilega til, að enginn nema full-
trúi frá blaðinu, að því er bezt er
vitað, fær að komast upp á það
„krambúðarloft", að hlusta á dag-
skrá kvöldsins, skoða hannyrðir, fá
nýjustu fréttir úr bænum o. fl., að
ógleymdum frábærum veitingum, sem
ekki miða að því að varðveita „lín-
urnar“.
Það vildi nú svo til, að þegar við
heimsóttum „klúbbinn" að þessu
sinni, var fundurinn haldinn á miðju
áhrifasvæði KR, eða nokkra metra
frá sjálfum höfuðstöðvum þeirra, en
það breytti engu. Orð og andi var
þannig, að maður sannfærðist um að
þarna væri eitt Valsvígið.
Það var sannarlega glaður hópur
og líflegur, sem þarna sat með sauma
sína og kenndi þar margra grasa um
gerð og efni.
Kliðurinn frá umræðum kvöldsins
fyllti fangið, þegar inn var gengið,
því að frá mörgu var að segja, enda
gerist margt í höfuðborg eins og
Reykjavík. Því miður varð að taka
allt slíkt útaf dagskrá, þegar tekið
var til við að ræða mál „klúbbsins"
frá árinu sem leið og áætlanir um
það komandi.
Það hefur verið ákaflega gaman
að hittast, sögðu þær einum rómi, og
fjörið mun meira en í fyrra, bættu
þær við. Umræður hafa snúizt um allt
milli himins og jarðar og margt
umræðuefnið krufið til mergjar. Að
loknu „klúbbstarfinu" á liðnu vori
var efnt til mikillar samkomu heima
hjá einni „ekkjunni", og síðan farið
í danshús og „djammað" þar meðan
hægt var, en síðan haldið heim og
haldið áfram þar, og þeim kom sam-
an um það, að þetta hefði verið dá-
samlegt, og til að fyrirbyggja mis-
skilning, fengu bændurnir að vera
með í það sinn. Ætlunin hafði verið
að fara til Mallorka, svona í leiðinni
og bændurnir færu í Evrópukeppni
af einhverju tagi. En þeir unnu eng-
an rétt til Evrópukeppni, og því fór
sem fór. Þá tókum við til okkar ráða
og fórum með þá austur í Þjórsárdal
um verzlunarmannahelgina og héld-
um þeim þar og létum þá æfa á gras-
bölum, ef það mætti verða til þess
að herða þá eitthvað upp og hafi þeir
harðnað eitthvað undir okkar „komm-
and“ þarna í Þjórsárdalnum, þá bend-
ir samt allt til þess að þeir hafi lin-
azt upp jafnskjótt og þeir komu í
bæinn, ef leikir þeirra eru teknir til
viðmiðunar. En hvað um það, þetta
var afskaplega skemmtileg útilega,
þarna voru varðeldar á kvöldin, þar
sem við sjálf vorum skemmtikraft-
arnir. Veðrir var yndislegt, og kvöld-
húmið hjúfraði sig upp að okkur.
Það mátti sjá á andlitunum, að róm-
antíkin hafði ráðið þar ríkjum og að
allar skammir fyrir lélega frammi-
stöðu í leikjum voru foknar út í veð-
ur og vind og eftir var aðeins það,
hvað væri dásamlegt að vera til.
Það mátti á þeim heyra að senni-
lega yrði farið næsta sumar á sömu
slóðir, því að fyrir því væri þegar
séð, að ekki yrði úr Mallorkaferð
næsta ár, við bíðum þá bara, þar til
hitt árið. Hvað munar um eitt ár!
Nú bíðum við bara eftir snjónum,
því að í vetur ætlum við að fá Vals-
skálann á leigu fyrir okkur og hlökk-
um til að veltast þar í snjónum, eða
réttara sagt að vera á skíðum. Aðr-
ar lögðu til, að heldur yrðu notaðar
þotur, a. m. k. hafðar með, þær væru
auðveldari viðfangs. Var mikill hug-
ur í hópnum, að komast í þetta snjó-
ævintýri. Verða eiginmennirnir með
og þau börn sem ferðafær eru.
Við vonum svo að snjórinn komi
og að þessi „stóra fjölskylda" fái
notið lífsins í „faðmi fjalla blárra“
Það var líka ánægjulegt að heyra
að þessar geðþekku ungu konur hafa,
ef svo mætti segja, færzt skrefi nær
Val, en áður, og var þó nokkuð að
gert. Þegar meistaraflokkur Vals lék
afmælisleik sinn í tilefni af 60 ára
afmælinu, stóðu þær fyrir beina, sem
veittur var að leik loknum. Bökuðu
þær sjálfar kökurnar og komu með
til veizlunnar og önnuðust alla fram-
reiðslu, með miklum myndarbrag, 1
Félagsheimili Vals.
Margt fleira var rætt um „klúbb-
inn“ og málefni hans undir kaffi-
drykkju og meðlæti, sem var í „sup-
er“-flokki. Og þegar undirritaður
spurði um fjölgun, stóð ekki á svar-
inu: Eitt komið og annað hérumbil,
hún er kannske á leiðinni á fæðingar-
heimilið! En þetta var allt misskiln-
ingur, því að hann var að spyrja um
fjölgunina í sjálfum „klúbbnum"!
Áfram Valur!
Viggó Helgason.
Þegar Frímann kom að máli við
mig og bað mig að skrifa nokkur orð
í Valsblaðið — minningar af Vellin-
um — eins og hann orðaði það, komst
ég í vanda.
Ég vil allt fyrir Val gera, en sjald-
an hef ég haft tækifæri til að beita
mín. Strax í yngstu flokkunum kom
það í ljós, að alltaf voru yfir 22 jafn-
aldrar mínir, sem skyggðu á mig,
menn eins og Albert, Snorri, Anton
og Sveinn, svo nokkur nöfn séu nefnd.
Ég komst því aldrei í lið, ekki einu
sinni á varamanna bekk. Þetta hafði
ég upp úr að vera í bezta félaginu!
En á einu sviði hef ég þó oft látið
til mín taka. Ég æpi með Val á vellin-
um. Og stundum er það sóló hjá mér.
Nú er ég loksins kominn að efninu.
Við Valsmenn verðum að endurreisa
gamla góða Vals-kórinn, sem á gull-
aldarárum félagsins blátt áfram hélt
stemmningunni á vellinum uppi, þeg-
ar Valur keppti og vann sína stóru
sigra. Ég man þegar Sveinn Zoöga
var að smala mönnum saman og
sagði: „Komið í Vals-kórinn, í kór-
inn!“ Og svo var æpt af öllum lífs
og sálarkörftum: Áfram Valur. Og
menn fóru hásir heim.
En nú er öldin önnur. Nú eru Vals-
menn of fínir til að láta heyra í sér.
Dettur nokkrum manni í hug, að
KR væri enn í I. deild, ef Egils rak-
ara nyti ekki við. Það er honum, en
ekki Ellert, sem KR-ingar eiga líf
sitt að þakka!
Fyrir næsta keppnistímabil verðum
við að skipuleggja starfið og koma
kórnum í gang og láta ekki bara KR-
inga og utanbæjarmenn hvetja sín
félög.
Um leið og ég óska Valsmönnum og
öðrum góðum mönnum farsæls árs,
segi ég: Áfram Valur!
Viggó Helgason.