Valsblaðið - 11.05.1972, Page 67
VA LSBLAÐIÐ
65
„Fálkarniru flugu um útnes
og óbyggðir
Hvrmann Elonnannsson:
Á mörgum undanförnum árum hef-
ur oft verið um það rætt, að nauð-
synlegt væri að halda saman þeim
knattspyrnumannahópi í Val, sem
hefðu lagt skóna á hilluna og gefa
þeim kost á að leika sér í hópi gömlu
félaganna eftir því sem tími og heilsa
leyfði. Við og við hafa verið gerðar
smátilraunir til þessa, en það hefur
aldrei orðið langlíft og koðnað fljót-
lega niður.
I sumar var farið af stað enn einu
sinni, og þá undir aðalforustu Her-
manns Hermannssonar, þar sem safn-
að var saman þessum gömlu „hetj-
um“ nokkuð til reglubundinna æf-
inga. Fljótlega fór að fréttast um
kappleiki þessara kappa, við erlend
skip sem komu til Reykjavíkur. Frétt-
ir bárust um það, að flokkurinn hefði
leikið við þriðju deildar lið í Grinda-
vík og víðar. Þá heyrðist að þessi
fjölmenni hópur hefði farið á slóðir
Eyvindar og Höllu, þ. e. um óbyggðir
landsins, og þá auðvitað með konur
sínar.
í tilefni af orðrómi þessum, sner-
um við okkur til Hermanns Her-
mannssonar og báðum hann um að
segja svolítið frá þessari starfsemi
hinna öldnu kappa.
Hvernig byrjaði þetta hjá ykkur,
Hermann ?
Þórður Þorkelsson formaður Vals
skrifaði mér bréf og fór þess á leit
við mig, að ég tæki þátt í að vinna
að svokölluðu „trimmi“ innan Vals.
Hér var mikil ,,trimm“-alda þá, og
mikið um það rætt og ritað. Ég féllst
á að reyna þetta og tók m. a. þátt í
ráðstefnu á Hótel Sögu um þetta mál-
efni. Farið var í sundlaugar og voru
myndir af þessu öllu í sjónvarpinu
og mikið um að vera. Þegar til kom
leizt mér nú ekki alveg á þetta form
eða nafnið, ég vildi kalla þetta: rölt,
brölt, skrölt eftir því á hvaða ald-
ursstigi menn væru, að fara að hlaupa
svona í hálfgerðri keppni gæti farið
illa ef menn á gamals aldri færu að
ofkeyra sig. Nú hjá okkur fór það
þannig, að við fórum að æfa knatt-
spyrnu nokkuð reglulega og áfram-
haldið varð svo það, að við fórum
að keppa, lékum t. d. tvisvar við skip-
verja af Regina Maris, vorum boðnir
þar um borð eftir leik, og þeir til
okkar. Við höfum svo fengið bréf
frá þeim, þar sem þeir þakka fyrir
samskiptin. Við lékum við franska
flotann og vorum við alltaf þeir sem
sigruðu.
Albert Guðmundsson var með okk-
ur, og gerði þar alltaf mestu „lukk-
una“, eins og hans var von og vísa.
Síðan lékum við gegn Grindvíkingum,
sem eru þriðju deildar lið, bæði heima
og heiman, en Gunnar Gunnarsson,
okkar gamli landsliðsmaður þjálfaði
það lið í sumar, og unnum við það
líka. Þetta varð til þess, að nú höf-
um við fasta æfingatíma á laugar-
dögum í framtíðinni, enda er það svo,
að hópurinn er alltaf að stækka og
við höfum stórar áætlanir fyrir næsta
sumar, sem við ætlum að vinna að.
Gerðuð þið meira en að keppa í
sumar, til þess að halda hópnum sam-
an?
Við fórum í fjallaferð, sem stóð í
þrjá daga og nutum forustu okkar
gamla og góða knattspyrnumanns
Egils Kristbjörnssonar, sem er allra
manna kunnugastur öræfum lands-
ins, þekkir hvert fjall, sléttu, leiti og
læki. Fórum við í Landmannalaugar
og þar í kring, höfðum við konur okk-
ar með, og var þetta ein skemmti-
legasta ferð sem ég hef farið innan-
lands. Það er skömm frá því að segja,
að maður hafi ekki séð hálendið, og
allir komu glaðir og reifir heim. Ég
er alveg ákveðinn í því, ef ég verð
við þetta riðinn næsta sumar, að slík
ferðalög upp á hálendið verði á áætl-
un okkar þá. Snorri Halldórsson var
með og söng og spilaði á harmoniku
sína og hélt uppi miklu fjöri.
Eitt broslegt atvik kom fyrir í
þessari ferð okkar. Einn af þátttak-
endum í ferðinni var Sigurhans Hjart-
arson, snjall handknattleiksmaður og
lék í nokkur ár í meistaraflokki í
knattspyrnu. Hann þurfti að fara
örna sinna, sem ekki var í frásögur
færandi, en komið var kolniðamyrk-
ur, og gat verið villugjarnt á fyrir-
heitna staðinn, enda góður spölur.
Mun Sigurhans hafa þótt það heldur
fyrirhyggjulítið, að æða út í myrkrið
og geta átt von á því að týnast, og
því mundi fylgja dauðaleit margra
manna og áhyggjur allra viðstaddra.
Nú voru góð ráð dýr, því Hans hefur
aldrei verið bendlaður við það að gef-
ast upp. Þá verður fyrir honum sokk-
ur allmikill, og fær hann þá þann
innblástur, að með honum geti hann
bjargað sér. Býður hann nú ekki boð-
anna, því að mikið lá á, og tekur að
rekja upp sokkinn góða, og bindur
síðan endann í hurðarhúninn, tekur
síðan rétt mið að hans áliti í áttina
til fyrirheitna staðarins. Seiglast
hann nú af stað og rekur jafnóðum
upp sokkinn og leggur á jörðina.
Heldur þetta áfram góða stund. Þá
kemur það, í þann mund er sokkur-
inn var á enda rakinn, að hann finn-
ur fyrir sér útihúsið, þetta fyrirheitna
land, og var það honum á margan
hátt mikill léttir.
Þegar Hansi hafði athafnað sig þar
og allt gengið vel, tekur hann að lesa
sig heim á leið, og hafði sem vegvís-
ir bandið úr sokknum góða, og kom
heilu og höldnu að réttum dyrum, og
svaf vel alla nóttina.
Morguninn eftir þegar fólk tók að
klæðast þótti það miklum tíðindum
„Fálkarnir", frúr og fylgdarlið við Landmannalaugar. Forustu-„fálkinn“, Hermann
Hermannsson, með dökk gleraugu.