Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 73

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 73
VALSBLAÐIÐ 71 Séra Friðrik Friðriksson. Ég hygg, að þúsundir drengja, sem nutu leiðsagnar séra Fr. Fr., vildu segja hið sama og G. Þ. — Og séra Friðrik átti marga drengi. Hann vann einnig að kristilegu unglingastarfi í Danmörku 1939—45 og í N.-Ameríku 1913—16. Svo fór hann fyrirlestra- ferðir um Norðurlönd og sótti fjölda funda og þing í Evrópu og Ameríku sem fulltrúi þjóðar sinnar. Alls stað- ar var hann aufúsugestur, dáður og virtur, og eignaðist fjölda vina. Séra Friðrik var skáld gott og mik- ilvirkur rithöfundur, bæði á íslenzku og dönsku. Rit hans og bækur skipta tugum. Merkust þeirra mun vera sjálfsævisaga hans og skáldsögurnar Keppinautar, sem var fyrst og fremst skrifuð fyrir Valsmenn, Drengurinn frá Skern, Sölvi o. fl. Margir sálmar eru eftir hann í sálmabókinni og söng- bókum æskulýðsfélaga. Einnig fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Hann var ritstjóri Æskunnar 1904—1908, því að hann gerðist góðtemplari 1897 og var það æ síðan og alla tíð áhrifa- mikill talsmaður bindindis. í Dan- mörku vann hann um tíma að út- breiðslu bindindis meðal sjómanna og ritaði þá bækling um málið, sem gef- inn var út í 100 þúsund eintökum. Séra Friðrik var skarpgáfaður maður, fjölmenntaður og lærdóms- maður mikill, einkum í latínu og sögu. Hann var ágætur kennari. Skiln- ingur hans á eðli og athöfnum ung- menna var frábær. Honum entist and- legt fjör og þróttur til æviloka, þrátt fyrir sjónleysi síðustu árin, og var guði þakklátur fyrir það. Þegar litið er yfir ævi séra Friðriks, virðist mér augljóst, að hann varð mikilmenni vegna þess, að hann reisti starf sitt á bjargi sannrar trúar, studdist við staf bænarinnar, baðaður í ljósi kær- leikans til guðs og manna. Þess vegna mun nafn hans geym- ast um aldur og ævi á spjöldum sög- unnar og lífsstarf hans verða bloss- andi viti á leið ungmenna framtíðar- innar, er sækja fram til sannra dáða og drengskapar, með Jesú Krist sem æðstu fyrirmynd. Lesendur. — Munið, að séra Frið- rik vildi fyrst og fremst leiða íslenzk- an æskulýð veginn til Krists. i'fínmn n Helgason: Páll Sigurðsson? minningarorð Einn af þeim ágætu mönnum, sem stofnuðu Knattspyrnufélagið Val, andaðist 12. 11. 1971, þá 76 ára gam- all. Hann var fæddur í Reykjanes- vita 4. febrúar 1894. Til Reykjavík- ur fluttist hann með foreldrum sín- um fjórum árum síðar. Kornungur að aldri leið Páll mikið heilsuleysi, sem gekk mjög nærri hon- um, og beið þess aldrei bætur. Samt lét hann það lítið á sig fá, hann gekk til leikja með félögum sínum sem lítill drengur og fékk mikla aðdáun á knattspyrnu, sem leiddi til þess að hann varð einn þeirra sem stofnuðu Val 1911. Páll taldi það sitt lífslán að komast í kynni við KFUM og séra Friðrik Friðriksson, og þar starfaði hann meira og minna allt sitt líf. Ungur lærði hann prentiðn, og þar varð hans starfsvettvangur meðan hann hafði heilsu til, en mörg síð- ustu árin gat hann ekki unnið, af völdum veikinda þeirra, er hann fékk í æsku. Páll var harður við sjálfan sig; þótt hann gengi aldrei heill til skóg- ar, enda taldi hann sig hafa fengið ómetanlegan styrk af trú sinni. Á sínum tíma setti Páll á stofn prentsmiðjuna Acta ásamt öðrum, og var meðeigandi hennar um skeið. Þeg- ar svo þeir félagar seldu prentsmiðj- una, vildu hinir nýju eigendur for- Páll Sigurðsson. takslaust fá hann til að halda áfram, og vildu þannig ekki missa af starfs- kröftum hans og verkhyggni og vann hann þar í fjölda ára eftir það. Páll hafði líka sýnt það í allri fram- komu sinni, og sýndi það alla tíð, hvort sem var á vinnustað, í hópi vina, eða á heimili sínu, að þar fór maður sem naut trausts og vináttu allra sem hann umgengust. Páll var kvæntur Margréti Þor- kelsdóttur og eignuðust þau fimm mannvænleg börn. Við Valsmenn kveðjum hér Pál hinztu kveðju og þökkum honum þann skerf, sem hann lagði til stofn- unar félagsins og starfa fyrir Val. Frímann Hvlyastm: Félagshyggja og drenglyndi Fyrir alllöngu varð á vegi mínum Valsmaður, sem kominn er nokkuð við aldur, og fórum við að rifja upp gamla daga, eins og gengur. Maður þessi, sem heitir Róbert Sigmundsson, var mjög efnilegur knattspyrnumað- ur og lék á sínum tíma í fjórða flokki, en varð að hætta þá strax, vegna veikinda. Hann er alltaf mikill Vals- maður og minntist þessa stutta tíma síns í leik með Val með mikilli ánægju. Hann sagði mér m. a. frá atviki, sem honum var hugstætt, og kvaðst aldrei mundi gleyma, sem var á þessa leið: Á þessum árum, þegar ég æfði með Val, hafði Grímar Jónsson ákveðið, að við skyldum keppa við Hauka, en Grímar var þá unglingaleiðtogi og leiðbeinandi á æfingum. Sagði hann okkur öllum að koma með skó, hann ætlaði ekki að velja liðið fyrr en rétt fyrir leikinn. Mikill fjöldi kom til leiksins og vafalaust stór hópur, sem hafði dálitla von um að komast í lið- ið og voru til þess útbúnir með skó,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.