Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 44
44 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
4. Friðrik Albert giftur hérlendri konu — Ethel
Wilton — eiga heima í Seattle, Wash.
5. Ruby Lilja fædd 1895, dáin 1908.
6. Árman, giftur Guðrúnu Árnadóttir Storm, búa
í Winnipeg.
7. Aurora Guðný, gift Ágúst S. Arason, búa í
Glenboro.
8. Friðjón Thomas, giftur konu af skozkum ætt-
um, búa í Carman, Man.
9. Otto Valdimar, fæddur 1904, dáinn 1905.
10. Halldór Marinó, giftur Margrétu Olson, stjúp-
dóttir Sveins Thorvaldson í Riverton, þau búa
í Winnipeg.
11. Ruby Nanna, hraðritari hjá Royal bankanum í
Winnipeg, ógift.
Börnin eru öll bráðmyndarleg, og fjölskyldan er
tengd sterkum böndum eindrægni og ástúðar. Þeim
hjónum var haldið veglegt samsæti er þau höfðu
verið gift í 25 ár af bygðarfólki hér og aftur áður
en þau fluttu burtu héðan til Winnipeg.
Theodór Jóhannson. Einn af allra merkustu
bændum Argyle-bygðar um langt skeið, var fæddur
í Lásgerði í Reykjadal í Þingeyjarsýslu 1860. For-
eldrar hans voru: Jóhann Halldórsson og kona hans
Halldóra Gunnarsdóttir. Theodór ólst upp í Reykja-
dalnum en var um tveggja ára skeið í vinnumensku
í Laxárdalnum. Fór af landi burt og til Vesturheims
1889 og var hann fyrsta árið í Ontario. Var faðir
hans með honum, þá aldurhniginn og heilsulítill orð-
inn. Hann vann á meðan hann var í Ontario í Parry
Harbour. Þaðan fór hann til Calgary, Alta. Var
móðir hans og bræður komin þangað á undan. Theo-
dór vann þar fyrst við skurðavinnu en fór svo út á
járnbraut og komst svo til Winnipeg. Til Argyle-
bygðar kom hann 1890 og réðst til ekkjunnar
Kristjönu Kristjánsdóttur er ættuð var úr Keldu-
hverfinu, kom hún vestur 1883, þá gift Jakobi Helga-
syni er nú var dáinn. Var Theodór ráðsmaður hjá