Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 95
ALMANAK 1938
95
ton í Kentucky. Er Charles spítalavörður þar í
þjónustu Heilbriðisráðs Bandaríkjastjórnar. —
Eiga þau einn son, Charles Franklin (yngri),
fæddan 5. maí 1934.
4. Edna Rannveig Stefanía, fædd að Brown í Mani-
toba 12. nóv. 1905. Gift í Seattle, Washington
2. sept. 1934 Orville Theodore Rudd, af norskum
ættum. Þau búa í Hoodsport, Washington; er
hann umboðsmaður Union olíufélagsins þar. —
Þau eiga eina dóttur barna, Sally-Anne Louise,
fædda 5. apríl 1936.
Þórður Árnason, —
bróðir Sveins og Gunn-
laugs Árnasona, er fædd-
ur í Fagradal í Vopna-
firði 21. marz 1873. Ólst
hann upp hjá foreldrum
sínum og fór til Ameríku
með Sveini bróður sínum
1889, eins og getið er um
hér að framan. Var hann
þrjú fyrstu árin í Can-
ada, fór til Norður Da-
kota 1892, og var þar við
ýms störf unz hann flutti
með foreldrum sínum til
Brown nýlendunnar 1899.
— Var Þórður oftast
heima hjá foreldrum sínum og hjálpaði föður sínum
við allar byggingar og eins að ryðja og plægja land-
ið. Árið 1902 keypti Þórður 160 ekrur þar í bygðinni
(N. A. 14 Section 32, T. 1, R. 6 W.). Bjó hann þar
þrjú ár; þá seldi hann þetta land og flutti vestur í
Vatnabygðir í Saskatchewan, vorið 1906. Þar hafði
Þórður numið land með heimilisrétti skamt fyrir