Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 66
66 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
er nú austur í Keewatin, og mun hans getið í land-
námsþætti þeirra. Petra móðir hans giftist aftur
Sigmundi Björnssyni frá Hnitbjörgum í Norður-
Múlasýslu og fluttist austur'með syni sínum.
Þórður Söega er hættur búskap og dvelur hjá
Agli syni sínum, sem hefir tekið við landnámsjörð
föður síns S.W. 27—25—8. Auk þess eiga þeir
feðgar tvö lönd í 28—25—8.
Hallur ólafsson er nú fluttur burtu en land hans
keypti Árni Johnson, og verður hans síðar getið.
Guðmundur Sigurðsson er einnig fluttur burtu,
en lönd hans eru nú eign bama hans en á þeim
býr nú enginn.
Þorsteinn ísdal bjó fá ár á landi sínu en flutti
þaðan vestur að hafi. Það land hefir ólafur Magnús-
son nú keypt.
Þessir 6 landnemar eru allir taldir í hinum fyrr'
landnámsþáttum.
Árni Johnson er fæddur 12. maí 1886 í Rauðu-
skriðu í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Faðir hans er
Jakob Jónsson, ættaður úr Reykjadal en móðir hans
var Sigríður Sigurðardóttir frá Höfðahverfi í Þing-
eyjarsýslu. Árni fluttist vestur um haf með for-
eldrum sínum, barn að aldri. Dvöldu þau allmörg ár
í Winnipeg og fékk Ámi þar skólamentun nokkra.
Þaðan fluttu þau til Ashern og dvöldu þar um skeið.
Þaðan fluttist Árni til Silver Bay 1918, og keypti land
af Halli Hallssyni á S.W. 19—25—8, en nam land á
N.E. 15—25—9. Kona hans er Margrét Friðlundar-
dóttir, fædd 7. okt. 1897. Foreldrar hennar voru
Friðlundur Jónsson frá Litlu-Þverá í Miðfirði og
Helga Hinriksdóttir frá Stóra-Kroppi í sömu sveit.
Börn þeirra eru: Vilfred, sem hefir numið land á
N.W. 15—25—9; Jakobína, Gordon, Tómas, Skúli,
Kenneth, Elinborg. Árni er vel greindur og hefir
haft á hendi ýms opinber störf í bygðinni.