Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 71
ALMANAK 1938
71
Chris. og eru nú fulltíðamenn, og líklegir til að verða
búhöldar góðir. Þeir hafa nú keypt land það er
Halldór Þorlkelsson átti og hafa gott gripabú.
Ashern heitir járnbrautarstöðin austur af Silver
Bay og er hún í Siglunessveit. Þar hefir myndast
þorp nokkurt og þangað sækir mikill hluti bygðar-
innar verzlun, og þar er skrifstofa sveitarinnar.
Nokkrir landar hafa tekið sér þar bólfestu og skulu
þeir hér taldir, þótt fáir þeirra hafi numið lönd.
Þorkell Klemens er fæddur 14. ágúst 1882 í
Reykjavík á íslandi. Faðir hans var Jón Þor-
steinsson Klemens, trésmiður, en móðir Þorkels var
Ingibjörg Jónsdóttir, Jónssonar frá Elliðavatni,
Bræður Þorkels voru þeir Jón prestur Klemens (dá-
inn) og Páll Klemens húsameistari í Winnipeg. —
Þorkell fluttist vestur um haf með foreldrum sínum,
og vann fyrst við húsabyggingar í Winnipeg og víð-
ar, en hefir nú um allmörg ár rekið verzlun í Ashern;
fyrst í félagi við Guðmund Árnason, en síðar einn.
Fyrri kona hans var Anna Björnsdóttir Skaptasonar,
læknis á Hnausum í Húnavatnssýslu, en síðari kona
hans er Lára Björnsdóttir Pálssonar frá Ljótsstöð-
um í Vopnafirði. En móðir hennar var Margrét
Björnsdóttir Skúlasonar, umboðsmanns frá Eyjólfs-
stöðum í Suður-Múlasýslu. Lára er fædd 30. marz
1891. Börn hefir Þorkell ekki átt.
Hallsteinn Skaptason er fæddur 29. jan. 1887 í
Nýhaga í Nýja-íslandi. Faðir hans var Bjöm Skapta-
son læknir á Hnausum í Húnavatnssýslu, og er sú
ætt alkunn. Hallsteinn bjó nokkur ár í Argyle-bygð*
og mun hans getið þar sem landnema, en nú vinnur
hann við verzlun með Þorkeli Klemens. Kona hans
er Anna Gunnlaugsdóttir Frímanns, og er hann ætt-
aður úr Svarfaðardai, en móðir önnu var Elín Jón^
dóttir frá Dagverðareyri við Eyjafjörð. Börn þeirra
eru: Hallsteinn Frímann, Jósef Björn, Haraldur
Marelíus og Jóhann Skapti,