Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 93
ALMANAK 1938
93
ekkert orðið af því að Sveinn færi til Reykjavíkur í
skóla. Og þá fór hugur hans að stefna til Ameríku.
“Tækifærin til allra hluta margfalt fleiri í Vestur-
heimi en heima á ættjörðinni” klingdi sífelt í eyrum
manna. Réði hann sig þá sem vinnumaður til eins
árs (1888—9), hjá Gesti bónda Sigurðssyni á Fossi
í Vopnafirði, fyrir fargjaldi vestur. Lagði hann svo
á stað til Ameríku 10. júní 1889, og Þórður bróðir
hans með honum, þó ungur væri (aðeins 16 ára en
Sveinn 20 ára). Atvinnudeyfð var í Winnipeg, all-
tilfinnanleg það sumar en þangað fóru þeir bræður.
Þó fengu þeir vinnu hjá bændum úti á landsbygðinni.
Um haustið fór Sveinn suður til Akra í Norður
Dakota, vann hjá bændum á sumrin en var við nám í
barnaskólum á vetrum, aðallega þó aðeins einn vetur
(1891—2) ; tók kennarapróf vorið 1892, og fékst svo
við kennarastarf í barnaskólunum í Pembina County
að miklu leyti eftir það, á meðan hann átti þar
heimili.
Sveinn kvæntist að Akra 24. des. 1895 Sigur-
björgu Sigfúsdóttur bónda frá Húsey í Skagafirði
Gíslasonar. Er Sigfúsar getið á öðrum stað í þess-
um þáttum. Vorið 1899 flutti Sveinn með konu sína
og tvö ung börn til Manitoba á 160 ekrur (suðvestur
fjórðung úr section 12, township 1, range 6 west),
sem hann hafði fest sér með heimilisrétti haustiö
áður, í þessu héraði, sem síðar hlaut nafnið Brown-
bygð, rétt norðan landamæralínunnar rúmar 30 míl-
ur norðvestur frá Akra pósthúsi. Var Sveinn í
fylgd með all-stórum hóp landnema, sem voru að
flytja sig og búslóð sína á lönd sín, er þeir höfðu
numið á þessu svæði. Mun öllu því umstangi lýst
ger í Almanaki s.l. ár. Þá voru byggingarnar á landi
Sveins ekki nema lélegur bjálkakofi og aðeins reft
fyrir annan endan; hitt alt opið og öndvert. Þetta
smá-lagaðist með tíð og tíma. Þetta land Sveins var
í byrjun fremur óaðgengilegt, alt vaxið þéttum
skógi og heyskapur nærri því enginn; samt bjuggu