Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 49
ALMANAK 1938
49
dóttir hét móðir hans. Til Canada kom Stefán með
móður sinni og systur sinni Guðbjörgu (er síðar
giftist Birni Andréssyni bónda í Argyle-bygð er
kendur var við “High Bluff”), 11 ára gamall 1876.
Stephen Christáe Matthildur Halldórsdóttir
Fóru þau til Nýja-íslands og voru þar fyrstu árin,
fóru síðan, ásamt nokkrum fleiri íslendingum til
“High Bluff”, Man., og ílengdust þar um stund, en
1883 komu þau til Argyle. Byrjaði hann búskap í
Argyle og komu brátt í ljós hjá honum sérstakir eig-
inleikar, og varð hann brátt í tölu helstu og fram-
takssömustu bænda bygðarinnar, og með árunum
mátti óhætt telja hann í fremstu röð íslenzkra
bænda bæði austan hafs og vestan, hvað dugnað,
framsýni og efnahag snerti. Hann var stóreigna-
maður á íslenzka vísu, því þegar hann dó 1920, þá
enn á bezta aldri, var bú hans virt á $100,000, al-
gerlega skuldlaust. Stephen var vel gefinn til sálar
og líkama, vel meðalmaður á vöxt, myndarlegur í
sjón, hvatlegur á fæti og í snúningum. Svipurinn
var hreinn og viðkunnanlegur og eins og flestir
norðurlandamenn bjartur yfirlitum; ennið var hátt
og höfðinglegt og framkoma hans ætíð hin kurteis-