Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 91

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 91
ALMANAK 1938 91 tveir hinir eldri synir þeirra, Sveinn og Þórður höfðu farið til Vesturheims þremur árum áður. Fóru þau rakleiðis til Norður Dakota, þar sem synir þeirra Sveinn og Þórður voru þá í bændavinnu í grend við Akra pósthús. Næsta vetur eftir, festi Árni land (160 ekrur), með heimilisrétti, þar í Akra-bygðinni. Það land var lélegt — úrgangur, sem varla nokkur hafði viljað nýta, en alt annað var þá fyrir löngu numið í því bygðarlagi. Þar bjuggu þau hjón rúm sex ár; þá seldi Árni þetta land og flutti sumarið 1899 búferlum norður í Brown nýlenduna, sem þá var óðum að byggjast af íslendingum. Nam hann þar með heimilisrétti suðausturfjórðung úr section 21, í township 1. og 6. röð vestur af fyrsta hádegis- baug eins og það er skilgreint á landmælingaupp- dráttum Canada-stjórnar. Bjó Árni þar 8 ár. Synir hans, Þórður og Gunnlaugur, voru þar með foreldr- um sínum. Komu þeir feðgar upp góðu heimili, bæði íveruhúsi og gripafjósum, ruddu skóg, sem var all-mikill á landinu, eins og víðast hvar í bygðinni, og gerðu akra úr hinu hreinsaða landi. Árið 1902 keypti Þórður 160 ekrur af landi nokkru norðar og vestar í nýlendunni; flutti hann þá frá foreldrum sínum og byrjaði búskap á þessu landi. Yngri syst- kinin, Gunnlaugur og Stefanía, bjuggu áfram með foreldrum sínum. Árið 1907 seldi Árni bújörð sína og búslóð og flutti til Þórðar sonar síns, sem þá hafö numið land í Vatnabygðum, svonefndum í Saskat- chewan. Kristjana, kona Árna var orðin mjög þrotin að heilsu og honum tekið all-mikið að hnigna, enda þau bæði komin fast að sjötugu; treystust þau því ekki til þess að halda lengur áfram erfiðum búskap. Hjá Þórði og Sigurrós konu hans var Árni alla stund síðan, unz hann lézt 7. apríl 1931, skorti þá aðeins 9 daga til þess að vera fullra 92 ára að aldri. Krist- jönu konu sína misti Árni 14. des. 1912. Var hún síðustu ár æfinnar hjá Stefaníu dóttur sinni og Jónasi Tómassyni manni hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.