Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 50
22
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
vegna þess honum hefir fundist fósturjöröin þurfa mest
á góðum búmönnum að halda, er koinið gæti landbúnað-
inum í betra horf með því að auka þekking sína og semja
búskap sinn meir eftir því, sem tíðkast með öðrum þjóð-
um. Þeir, er síðar á æfinni kyntust Gísla, munu renna
grun í, að í æsku hafi hann brunnið af löngun eftir að
verða að liði. Svo var starfslöngunin mikil og hugurinn
stór til alls konar framkvæmda.
Sumarið 1882 ferðaðist hann um Norður-Þingeyjar-
sýslu með Halldóri Hjálmarssyni, búfræðing, er síðar
fiuttist vestur um haf eins og kunnugt er, og gjörðist
bóndi í Norður-Dakota, í íslenzku bygðinni fögru í Pem-
bina County,—hinn mesti atorku- og merkis-maður íöllu,
nú nýlátinn til þess að gjöra, og varð aldurinn hvorugum
að meini. Féll vel á með þeim Gísla og honum og var
Gísli við búfræðisnám með Halldóri næsta vetur.
Sumurin tvö næstu þar á eftir ferðaðist Gísli um
Norður-Þingeyjarsýslu til að leiðbeina bændum í búnaði.
En fundið mun hann hafa til þess þá, að hann í ýmsum
efnum brast nauðsynlega þekkingu, til þess að geta leyst
slíkt ætlunarverk eins vel af hendi og liann vildi. Þess
vegna stóð hugur hans til útlanda, til þess hann mætti
kynnast búskapar aðferð og lifnaðarháttum erlendra þjóða
og færa sér í nyt, fósturjörð sinni til hagnaðar og þrifa.
Ii'ór hann því vorlð 1885 til Skotlands til að kynna sér
búnaðarháttu skozku bændanna, sem víðast eiga við frem-
ur ófrjóan jarðveg að etja, og verða á að taka með hygg-
indum, þekking.u, atorku og þolinmaði til að knýja nízka
náttúru ættjarðar sinnar að láta þeim laust úr kreptum
knefum það, sem til þarf. Þar dvaldi hann rúmt ár, Og
hvarfsíðan heim aftur.
En þá var árferði með örðugasta móti á Islandi.
Ameríkuhtigur geisaði þá vfir Norðurland í algleymingi.