Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 97
ALMANAK igiO.
69
Þingvallanýlendu, þaSan á vesturströnd Manitobavatns
aS Sandy Bay, þaöan í Sigluness-bygö og síðast til
Álftavatnsbygöar fyrir 6 árurn siöan. — Þorkell Jóns-
son; kona hans Ingveldur Bjarnadóttir lézt næstliöinn
vetur. Þau komu frá Fellsströnd við Brerðafjörö 1899.
— Jón Einarsson. ("Þejr Árni Reykdal og Jón eru
bræðrasynirj. — Gunnar Jónsson Hólm, kom vestur
um haf 1893 frá Hólalandi í Borgarfiröi. Faðir Gunn-
ars var Jón Stefánsson bóndi á Eyvindará. Kona Gunn-'
ars er Guðný Stefánsdóttir Abrahamssonar frá Bakka
i Borgarfirði. Gunriar var fyrstu 6 árin í Nýja íslandi
fRiver Town) og vann viö sögunarmylnu, flutti síðan í
Álftavatnsbygð, nam þar land, en seldi það. Er nú í
Stgluness-bygð. — Grímur Jónsson Scheving, sonur
Jóns bónda Einarssonar á Hólalandi, bróðursonur
Gríms Einarssonar frá Klausturseli, er getur um í þætti
Dakota-manna; kona hans Guðrún er systir Gunnars
Hólm. — Andrés Eyjólfsson frá Vöðlutn 1 xveyðarfirði;
kona hans er Kristín Árnadóttir. — Sigurður Jónsson
frá Reykhóilum. Kona hans Margrét úr Vestmannaeyj-
um. Þau eru nú í Sigluness-bygð. — Ólafur Magnús-
son Jónssonar bónda á Tandrastöðum í Norðfirði í S.-
Múlasýslu; kona hans Björg Guðmundsdóttir Magnús-
sonar bónda í Fannardal í sömu sýslu.
Eins manns verður hér enn getið, þó ekki sé hann
íslenzkur að kyni. Það er William Ecdes, bóndi í Cold
Springs P. O. W. Eccles er enskur að kyni, en á ís-
lenzka konu, og fylgir í öllu málum íslendinga þar i
,bygðinni, og er jafnan i þeirra flokki, svo kalla má að
ekki skilji hann frá þeim annað en málið, því íslenzku
hefir hann ekki lært, þar eð hann var orðinn roskinn
maður er hann kyntist íslendingum. En alt það er um
ísland er ritað á enskri tungu, les hann, og er mjög
hrifinn af fornsögum vorum, þeim er þýddar eru á enskt
mál. Kona Eccles er Monika Guðmundsdóttir bónd?