Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 133
ALMANAK 1910.
107
dauöuppgefnum fótum með brunniö hold aö beini, er
viö loks náöum þangað. Að, mér til mikillar sorgar,
haföi bróöir minn veriö einn meðal þeirra, er farist
höfðu. Að eg fór að vinna í járnnámunium og kom þar
undir mig fótunum aftur, borgaöi skuldir mínar og
lagöi undirstööuna aö auðlegð minni og hamingju?
Þaö er orðið svo langt síðan aö þetta skeði, aö sumt
af því er eins og draumur nú.
Þaö, sem mestu virðist skifta, er þaö, aö eg stóö á
ströndinni við vatnið og horföi yfir um til skóganna er
skýlt höföu heimili mínu og hlúð aö draumum mínum,
en voru nú ekki annað en aska og rúst.ir táldreginna
vona. og aö eg algerlega árangurslaust skók hnef-
ana í bræöi minni í áttina til þessa heimska og hel-
vízka glepsivargs — eldsins, er alt hafði gleipt. Þaö
má vel vera, að eg hafi blótað aö dæmi hinna fornu
skálabúa. Eg veit það ekki. Eg var eins og barn í ó-
sigri mínum og angri.
Indíáninn kipti í rennandi vota ermina mína. Eg
sneri mér viö, og sá eg þá, að sólskinið enn hafði fundið
gullna blæinn á glóbjarta hárinu á Tínu þar sem hún
kraup á hnjánum holdvot og í rifnum og ötuðum flíkum
með hendumar spentar fyrir ofan höfuðið, í brennandi
bæn. og drenginn sitja flötum beinum við hliðina á
henni, er lék sér að því, að búa til rósir með fingrunum,
og ugði ekkert að harmleik lífsins. Það var nægilegt.
Eg lét fallast á andlit mitt og grét fögrum þakklætis-
tárum.”
(Jón Runólfsson þvddi).