Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 74
46
ÓLAl'UR S. THORGEIRSSON :
urðu aldrei framar vinnufærir.
Eftir sláttinn brendi Jón umhverfis bústað sinn, a8
sið nýbyggjara, til að varna sléttueldi; síðan lagði hann
af staS til Winnipeg aS leita sér kaupavinnu og afla sér
á þann hátt peninga til heimilisþarfa. En litlu síöar
barst honum sú fregn til Winnipeg, aö fjós hans og
hey hefði alt brunnið til kaldra kola í sléttueldi. Lagði
hann þegar af stað heimleiðis og hóf ferð sina frá
Winnipeg kl. 9 að morgni. Hann var fótgangandi, og
gekk eftir járnbrautarstæðinu. Um ferð þessa farast
hcnum þannig orð: “Þegar eg var kominn 7 eða 8
mílur þoldi eg naumast að stíga niður, því eg var á
hörðum verkamannaskóm, sem gaddar stóðu hér og þar
inn úr. Eg hélt samt áfram hvíldarlaust og kl. 7 um
kveldið var eg kominn 43 mílur, og átti þá eftir um 30
mílur. Eg hélt samt áfram næsta morgun og komst
heim kl. 2 um daginn.”
Þegar Jón kom heim, tók hann til srattar með orfi
og ljá. Hey það, er hann aflaði sér, var mjög lélegt, en
þó tókst honum að fleyta fram á því sumn af gripun-
um næsta vetur. Tvær kýrnar mjólkuðu nokkuð, og
tók Halldór Halldórsson þær til fóðurs, og átti mjólkin
úr þeim að borga fóðrið. Meö hjálp nábúa sinna
enskra og íslenzkra, kom Jón því gripum sínum sæmi-
lega af. Voriö eftir keypti Jón 1 kú og 3 vetrunga,
fyrir peninga, sem foreldrar hans komu rneö að heiman;
hafði hann nú 4 kýr. En þá báru honurn ný vandræði
að höndum. Hann þurfti til Winnipeg í verzlunarferð,
að afla sér vista til heimil'sins. En nú hafði hann
engin akneyti, nema uxana sliguðu ,er áður er frá sagt.
Samt lagði hann af stað rheð nokkrum nábúum sínum
enskum. En komst lítt áfram. En svo bar 'heppilega
til, að einn af samferðamönnum hans hafði 2 ekiuxa, er
hann var fús til að selja, ef hann fengi peninga fyrir
þegar. Voru uxarnir vænir mjög og mesta búmanns-