Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 149
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ
um ráöstöfun málma á Dominion.löndum í Manitoba, Saskatche-
wan, Alberta og Norövesturlandinu.
KOLALAND,------Kolanámu réttur g’etur leigðui orðið um
tuttugu Og eitt ár, gegn $1.00 afgjaldi af hverri ekrti á ári. Engum
einstaklingi eða félagi er selt meir en 2,560 ekrur. Auk þess skal
kaupandi greiða stjórnargjald (Royalty) af því, sem úr námunum er
tekið eftir því sem ákveðið kann að verða með leyndarráðs-samþykt
við og við.
MÁLMGRJÓT (uuartz).-------Einstaklingar, sem eru átián áia
að aldri og þaryfir, og hlutafélög, er hafa ,,Free Miner’s“ skírteini,
geta látið skrifa sig fyrir námubletti eða lóð.
Skírteinishafi, sem uppgötvað hefir málm á einhverjum stað, má
afmarka sér þar námulóð, sem sé 1500 fet á lengd og 1500 á breidd.
Gjaldið fvrir að rita einhvern fyrir námu lóð er $5.00.
Sá, sem þannig hefir nnmið námu lóð, verður að eyða að minsta
kosti $100.00 á ári í hana, eða borga þá upphæð til hlutaðeigandi
,,Mining Recorder“ í staðinn. í>egar námuhafi hefir þannig eytt
$500.00 eða borgað þá, má hann, eftir að hafa látið mæla lóðina og
uppfyllt aðra skilmála, kaupa landið fvrir $í ekruna.
Gullsands eða ,,Placer“ námulóðir eru vanalega 100 fet á hvern
veg ; innritunargjald fyrir þær er $5.00 hverja, sem endurnýist eða
boi gist árlega.
Sá sem leyst hefir ,,Free Miner’s“ skírteini getur einungis
fen>,ið tvö vélargraftrar-leyfi fyrir fimm milur hvert, er nál yfir tutt-
ugu ár, og má innanríkis-ráðgjafinn endurnýja þau ef honum sýnist.
Leyfishafi skal hafa eina graftarvél í gangi innan eins sumars
frá dagsetningu leyfisins fyrir hverjar fimin mílur, en þegar ein-
staklingur eða télag hefir fengið meir en eitt leyfi, nægir ein
graftarvél fyrir hverjar fimm mílur, eða brot úr þeim. Afgjald af
hverri mílu, sem þanníg er leigð, er $10.00 á ári. Auk þess greiðist
stjórnargjald, er nemur tveimur og hálfutn af hundraði, af því sem
upp er grafið eftir að það nemur $10.000 að verðhæð.
W. W. CORY,
Deputy of the Minister of the Interior.