Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 76
48 ÓLAFUK S. THORGEIKSSON :
bankanum”, er jafnan viökvæöiS þegar rætt er um viö-
skifti Jóns. Jón á 5 börn. Elzta dóttir hans, Kristíana
er gift Jóni Hördal, er býr þar í bygöinni. Júlíana
dóttir hans er gift Sveini Jónssyni prests Jónssonar, aö
L,undar P. O. Eru þau nú í Foam Lake bygö, hjá séra
Einari Vigfússyni, fósturfööur Sveins. Sigfús sonur
Jóns stundar nám viö Wesley College í Winnipeg, og
2 dætur Jóns eru heima ógiftar.
Halldór Halldórsson er fæddur 1/. Ag. 1848 að
Gili i Bolungarvik í ísafjaröarsýslu. Poreldrar hans
voru: Halldór Bjarnason, er lengi bjó að Gili, en var
ættaður úr Álftafiröi í sömu sýslu, og Margrét Hall-
dórsdóttir Pálssonar bónda í Hnífsdal.
Kona Halldórs Plalldórssonar er Kristín Pálsdóttir,
fædd 20. Okt. 1850. Foreldrar hennar voru: Páll Guö-
mundsson Pálssonar, er lengi bjó í Arnardal, og Guð-
björg Sigurðardóttir Plinrikssonar, er síöast bjó að
Seljalandi í ísafjarðarsýslu. Var Kristín alin upp hjá
foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum stöðum í sýsl-
unni, og fjögur ár í ísafjarðarkaupstað.
Halldór ólst upp með foreldrum sínum þar til hann
var 13 ára, þá andaðist faðir hans. Var Halldór síðan
með móður sinni til þess er hann var 17 ára, þá fluttist
hann til mágs síns Gísla Gíslasonar að Bæ á Rauðasandi
í Barðastrandasýslu, er giftur var Margrétu systur
Halldórs. Þar dvaldi hann 2 ár. Næstu 4 ár var hann
hjá tveim öðrum mágum sínum, tvö ár hjá hvorum.
Var annar þeirra Bergþór Jónsson í Arnardal, en hinn
Ólafur Ólafsson í Hnífsdal; var hinn fyrnefndi giftur
Jónínu systur Halldórs, en hinn síðarnefndi Elínu syst-
ur hans.
Þaðan fluttist Halldór til frænda sins, Halldórs
Halldórssonar á Seljalandi i ísafjarðarsýslu. Kona
hans var Elín Pálsdóttir, og voru þau Halldór og Elín