Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 124
96
ÓLAFUK S. THORGEIRSSON :
nálgast um of. Þaö er ekki báliS, sem drepur flesta er
týna lifinu i skógareldum; þaS er hinn kæfandi hiti.
Eg efast um, aS einn af hverjum tíu, er týnst hefir i
skógareldum, hafi nokkurn tíma séS báliS áSur en hann
hneig niSur dauSur. Torveldast af öllu1 er aS vita hvar
eldurinn er.
ÞaS er eins og eldurinn þreifi fyrir sér; hann teyg-
ir fram hramminn þar sem hann finnur aS kjarriS og
trén eru þurrust fyrir, og geysist allur á eftir,
beygir af leiS og laumast eftir giljum_ og gjót-
um óraleiSir og í ótal hlykkjum; stundum tek-
ur hann undir sig stökk til aS flýta verkinu og
kveikir í hingaS og þangaS á fjarliggjandi stöSum;
hann fer sinna eigin ferSa eins og ógurlegur lifandi og
herkænn voSagautur, er safnaS hefir um sig óvíg-
um her, og sendir hersveit eftir hersveit til þess aS
slá hring um herfang sitt; hann fer á huldu eftir ó-
væntum og ókunnum leynistigum. Hann dofnar og
dettur niSur og tælir þá, er í grendinni búa til þess aS
trúa því, aS.þeir megi meS öllu óhultir vera. Þannig
getur hann legiS í dái svo dögum skiftir. En á meSan
hefir hann veriS aS safna nýjum kröftum og bíSa eftir
fulltingi vindsins; nú funar hann upp og geysar fram
í öskurjúkandi bræSi báls og dauSa, skjótari hverjum
veSreiSahesti til aS hremma þá, er ekki hafa haft rænu
á aS forSa sér, eSa hina, er lagt hafa á flótta. Mörg
hundruS hafa farist er gengiS hafa beint í hann og hugs-
aS, aS þeir aS síSustu hefSu valiS þann veg, sem til lífs-
ins leiddi. Mörg hundruS hafa farist, er lögSu á flótta
beint undan honum og flýSu og flýSu þangaS til þeir
hnigu örmagna til jarSar, meSan hann sókti eftir brun-
andi og funandi og náSi loks aS hvæsa ó þá og—velta
sér svo yfir þá eftir eigin geSþótta.
Eg hamaSist hverja stundina eftir aSra eins og
óSur maSur. Svitinn streymdi niSur um mig í lækjum.