Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 103
ALMANAK 1910.
/O
uö;nn, hafa undanfarin ár getaö fengiö 20—-30 doll. um
mánuðinn. Margir hafa líka vinnu við aö draga fisk
af vatninu, þaðan er hann er veiddur og til Oak Point,
og viö að flytja frá Oak Point vörur til kaupmanna, er
búa fjærri járnbrautinni. Alt þetta hefir aukið fjör i
viðskiftum og aukið viðskiftaveltu. En dregið hefir
það huga margra frá búskapnum og heimilunum.
Skólamál.
Þegar er 2 ár voru liðin frá ibyrjun landnámsins,
eða árið 1889, var Franklín-skóli stofnaður. Stendur
hann um 2 mílur suður af Lundar P. O., því þar um-
hverfis hófst fyrst bygð íslendinga. Síðar hafa íbæzt
við: Mary Hill skóli, Cold Springs skóli, Stone Lake
skóli, Rabbit Point skóli og Deer Horn skóli. Á fjór-
um hinum fyrst nefndu skólum hafa nú um mörg ár
verið xslenzkir kennarar, flest nemendur frá Wesley
College, og margir meðal þeirra hinir beztu er völ var
á. T. d. þeir Þorv. sál. Þorvaldsson og Þorbergur
bróðir hans, Árni Stefánsson, María Anderson, Emilia
Anderson, Stefán Guttormsson og Jóhannes Eiríksson.
Hinn síðastnefndi er ekki háskólamaður, en útskrifað-
ur af kennaraskóla og hefir margra ára æfingu í kenslu.
Skólahúsin eru flestöll nýþygð, 'eftir nýjustu fyrir-
myndum, og vandað til þeirra. Við suma bessa skóla,
að minsta kosti einn þeirra, Mary Hill skóla, er bóka-
safn fyrir nemendur. Var það stofnað með frjálsum
samskotum, fyrir forgöngu hr. Þorbergs Þorvaldsson-
ar, er þar var kennari þá, og lét sér svo einkar ant um
að börnin notuðu skólagönguna til að afla sér sannrar
mentunar.
Skemtahir.
Þegar fvrsta veturinn fundu íslendingar til þess,
hve lífið hér var gleðisnautt ef ekkert væri til þess gert