Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 110
82
ÓI.AI'LR s. thorgeirsson:
framan í þættinum um skemtanir, hefir veriö byrjaö á
ýmsum félagsskap. En alloftast hefir félagsskapur og
samheldi átt fremur örðugt uppdráttar í bygðinni.
Hér á eftir verður frá því sagt, hverjar tilraunir hafa
af bygðarmönnum gjörðar verið til að vinna saman í
félagsskap og hver árangur þess hefir oröið. Er þess
þá fyrst aó geta, að árið 1900 var þar stofnað
Bœndafclag.
En það lagðist niður aftur árið 1907. Ekki sáust eftir
það nein merki í búnaðarframförum, og hafði það þó
styrk einhvern úr fylkissjóði samkvæmt landslögum.
Aðal verk þess var að útvega, með ibetra verði en hjá
kaupmönnum, meðul til gripalækninga. Fundir voru
haldnir nokkuð oft að vetrinum, og voru hinir betri
menn bygðarinnar að reyna aö halda þar uppi umræð-
um um Ibúnaðar framfarir. En það mál fékk litla á-
heyrn. Fundirnir urðu því að mestu leyti danssam-
komur, og kölluðu glaðlyndir menn félagið “hið dans-
andi bændafélag’’. Saga og starf þess félags væri ef-
laust réttast sögð með hinni alkunnu grafskrift er
fyndni-skáldið Sigurður Pétursson setti sjálfum sér:
“Hann át, óg hann drakk, og hann svaf, — og svo
dó hann.”
Smjörgerðarfé'Jagið.
Það var haustið 1901 að bygðarmenn höfðu um-
ræðu um það hver nauðsyn bæri til að stofna smjör-
gerðarfélag í bygðinni. Fram að þeim tima höfðu allir
búendur búið til smjör sitt heima, og annað hvort selt
það kaupmönnum í bygðinni eða geyrnt það þar til á
haustin, og farið þá með það til Winnipeg og selt það
þar. Var það smjör, er framleitt var í bygðinni á
þann hátt all-misjafnt að eæðum, og seldist oft fremur
illa. — Það var þegar gjörður eóður rómur að tillög-
unni um að stofna smjörgerðarfélagið, og var ákveðið
á fjölmennum fundi, að það skyldi vera hlutafélag og