Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 58
30
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
/
Islenzkur Sherlock Homes. *
(Eftir J. Mag-nús Bjarnason).
PeGAR ey les æfintýri Slierlock Homes eftir A. Conan
Doyle, þá hugsa eg æfinlega til Islendings nokkurs, sem
eg kyntist ofurlítiö í æsku í Nýja Skotlandi. Hann hét
Hallur, þessi íslendingur og var Þorsteinsson, ef eg man
rétt, og var rúmlega tvítugnr, þegar eg kvntist honum.
Ekki veit eg með neinni vissu, hvaðan af íslandi hann var,
en samt nvgg eg, að hann hafi verið ættaður af Austfjörð-
um, því eg vissi til þess, að hann skrifaði tvívegis bréf
til konu, sem átti heima á Djúpavogi. — Eg segi, að eg
hugsi jafnan til þessa manns, þegar eg les æfintýri Sher-
lock Homes, og kemur það til af því, að hann er sá eini
íslendingur, sem eg hefi þekt, er að minni hyggju var
gæddur þeim hæfileikum, sem nauðsynlegir eru til þess,
aö geta verið slunginn njósnari, eða leynilögregluþjónn.
Og hefði hann hlotið sæmilega mentun og fengið tæki-
færi til að æfa og efla hinar meðfæddu gáfur sínaroghæfi-
leika, þá hefði það sannast,að hann hefði ekki staðið langt
að baki Sherlock Homes sem njósnarmaður. Og því til
sönnunar vil eg segja frá dálitlu atviki, sem hann varvið-
riðinn—atviki, sem í sjálfu sér var ekki mjög stórvægilegt
eða markvert, en getur þó sýnt, að álit mitt á manni þess-
um er á dálitlum rökum bygt. En áður en eg byrja að *
segja frá þessu atviki, ætla eg að gefa ofurlitla lýsing á
Halli.
Hann va'r langt frá því að vera líkur Sherlock Homes
í sjón og vexti. Og engum skáldsagna-höfundi hefði
dottið það til lntgar, að hafa hann til fyrirmyndar í lög-
regluspæjara-sögu, hvorki sem njósnara né stórglæfra-
mann. Því Hallur var allra manna minstur vexti og allra