Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 111
ALMANAK 19l0.
83
upphæö hvers hlutar 5 dollarar. Var þá farið að safna
loforðum um hluttöku í félaginu, og eftir lítinn tíma
var svo máli komið, að fengin voru loforð fyrir 400
hlutum. Var félagið þegar stofnað og því fengin lög-
giiding, og var það nefnt “The Maple Leaf Creamery
Co.” Eru1 hluthafar þess nú orðnir um 60 að tölu.
Svo var skörulega gengið að þessu máli, að þegar um
veturinn var keypt efni í starfshús félagsins og það
reist á útmánuðum. Hefir sá, er þetta ritar, heyrt, að
þeir Skúli Sigfússon og einkum Páll Reykdal hafi
skörulegast unnið að framkvæmdum þessa máls.—Stærð
smjörgerðarhússins er 60x24 og auk Þess hús fyrir
vélarnar 16x14 fet. Svo fór veríkið vel úr hendi, að
hægt var að taka til smjörgerðar seint í Apríl um vorið.
Vélar og vinnuáhöld voru keypt af smjörgerðarfélagi
vestur í landi, er hætt hafði störfum. En við það
þurfti að bæta ýmsum nýjiuim áhöldum. Kostnað-
urinn við að koma þessu öllu af stað var $2,600, og
varð því að taka talsvert lán í byrjun, þvi svo hafði
verið ákveðið, að ekki þyrfti að borga hlutina að fullu
þegar í stað til félagsins. Það, sem ógreitt var af
þeim átti að borga árlega eftir þörfum félagsins, og á-
kvæðum aðalfundar þess ár hvert.
f marz 1902 var fyrsta stjórnarnefnd kosin. Áttu
sæti í henni þessir menn: Jón Sigfússon, formaður;
Þorsteinn Jóhannsson, skrifari; Guðm. Brechman, fé-
hirðir; Skúli Sigfússon, framkvæmdarstjóri, Halldór
Halldórsson, Þórarinn Breckman, Kristján Breckman,
Sigurður Sigurðsson og Jón Sigurðsson.
Síðan hefir félagið alt af starfað 4 til 6 mánuði á
hverju sumri, og búið til 50 til 75 þúsund pd. af smjöri
ár hvert, til jafnaðar um 13,000 pd. á mánuði. Vor-
i8 1908 voru keypt ný og fullkomnari smjörgerðar-
áhöld, því hin eldri voru þá orðin slitin mjög. Kostaði
sú. uniibót um 400 doll. SíSastliðin 4 sumur hefir fé-