Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 131
ALMAEAK 1910.
103
mátti eg til að steypa mér í vatnið til þess a8 kæla mér.
Tina jós vatni yfir sig og Ólaf meö lófanum og hló
liann dátt að því, og reyndi að grípa meS þykku kruml-
unum sínum dropana um leið og þeir drupu.
‘---é—hno—ho—ho—o!’
Það barst hrynjandi raust í gegn iuim reykjar-móð-
una þaðan, er viö sáum nú glóra til strandarinnar, eg
leit upp og tók undir, en fékk ekkert svar aftur. Eg
sá þaS, aS skógurinn fyrir handan okkur var óskadd-
aður, aS hann stóð þar enn í sínum stórhrikalega mikil-
leik, þungur á svip og þegjandalegur sem til þess búinn,
aS mæta örlcgum dagsins. Eg sá nú glögt til lands, og
þegar eg nálgaSist betnr sá eg enn fremur, aS
maSur, mikill vexti og tígulegur, gekk úr skógnum og
staSnæmdist niSur viS vatnsborSiS. Hann var meS
krosslagSa liandleggina og stóS teinréttur meS hælana
fast saman. Hann steypti sér 5 vatniS og hjálpaSi okk-
ur aS ná landtöku. ÞaS var Chippewa John — Jón
SmiSur — sem enn er á lífi, hinn lotningarverSi Indi-
ánahöfSingi.
‘Hestur hvíta mannsins,’ sagSi hann án þess aS viS-
hafa rnikla mælsku. ‘Eg náSi honum. . Eg batt hann
viS tré’, og hann benti upp i skóginn aS baki okkur.
Eg held aS eg hafi ekki þakkaS honum fyrir þaS
þá. Eg gjörSi þaS síSar meir. Eg var maSur ekki meS
fullri rænu; sál mín svam i þoku og reyk. Alt hafSi
veriS svo skvndilega keyrt um koll, aS sjálfar akkeris-
festar lifsins virtust höggnar, velsæmi þess bugaS, og
augnamiS þess aS engu gjört af ómótstæSilegu öfug-
streymi.
Sólin var í hádegisstaS og eins og messingskúla aS
sjá. AS baki mér stóSu grenitrén ósnortin og meS al-
vönusvip; þau teygSu hugprúSar keilur sínar og köng-
ul-skúfa upp í rjúkandi geiminn. Upp aS fótum mér
liSu eftir vatninu smá-bárur, er naumast létu brvdda á