Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 106
78
ÓLAFUK S. THOKUEIRSSON' :
fóru íslendingar í bygöinni aö hyggja á verzlun og
verzlunararö. Fyrsti íslenzkur kaupmaöur í bygöinni
var Halldór Halldórsson eins og áöur er getið. En
bann hætti brátt aftur verzlun, og Jóhann sonur hans
tók viö. Næst á eftir Halldóri byrjaöi Jón Sigfússon
á Clarkleigh verzlun, en hætti henni aftur eftir fá ár.
En áriö 1890 byrjaði hann aö verzla meö gripi og hefir
alt af gjört þaö síðan. Voriö 1908 byrjaði hann aftur
verzluu og bygöi sér verzlunarhús, og verzlar nú þar
meö ýmiskonar vörur, matvöru o. fl.
Jónadab Jónsson Líndal, sonur Jóns Líndals, Hún-
vetnings, er áöur er nefndur, byrjaöi verziun skömmu
eftir 1890 á eignarjörð sinni, 3 milur noröur frá Lundar.
Hann hefir töluveröa verzlun og er hygginn og gætinn
verzlunarmaður. Lánsverzlun hefir hann, en virðist
vera þeirri gáfu.gæddur, aö sjá oftast nær hverjum
hættulaust sé aö lána.
Helgi Friðbjörnsson Oddson, Cold Springs, byrj-
aði verzlun árið 1907 og verzlar enn.
Þorsteinn Jóhannsson og Þórarinn Breckman
byrjuöu verzlun aö Mary Hill 1905. Siðar keypti Þor-
steinn hlut Þórarins í verzluninni. Hann haföi láns-
verzlun. en þókti hún ei borga sig og hætti verzlun
voriö 1908.
Þorsteinn Þorkelsson hefir verzlun á Oak Point
og á heimili sínu, eins og áður er um getið.
Páll Reykdal, sonur Árna Reykdals er áöur er frá
sagt, 'byrjaöi verzlun á Oak Point 1904; verzlaöi hann
mest með fóðurkorn og hveiti, og nokkuö af ýmsri ann-
ari matvöru. Hann hafði lánsverzlun, og þótti hún
ei borga sig, og hætti því verzlun 1908. Páll hefir nú
um nokkur ár veriö friödómari í bygðinni. Hann er
giftur Kristínu Eggertsdóttur, systur Árna Eggertsson-
ar fasteignasala í Winnipeg. Þeir Jóhann Halldórsson
og Páll eru einir helzau leiöandi menn af yngri mönn-