Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 55
ALMANAK 19l0.
27
alt afl hægra megin í líkamanum. Lá hann rúmfastur,
þangaö til um miðjan marz. Tók hann þá að klæðast,
en var iengi að frískast, og náði aldrei sömu heilsu. Þá
um vorið keypti hann þeim hjónum sumarbústað niður
við Winnipeg-vatn, á Whytewold Beach,með fram til þess
að geta þar sjálfur notið hressingar yfir sumarið og látið
heilsu sína styrkjast. Konu sína og dóttur lét hann vera
þar hvert sumar síðan og sjálfur var hann þar með þeim
eins oft og annir leyfðu. En kaupsýslu-hugurinn batt
hann við bæinn,svo hann gaf sér tíma all-lítinn til hvíldar
og næðis.
Fyrirátta árum keypti Gísli 700 ekrur af skógarlandí
austur með Winnipeg River, 60 mílur hér um bil frá
Winnipeg, fyrir 50 þýsund dollara. Voru það stór kaup
og urðu honum tilfinnanleg byrði. í landareign þessa var
hann búinnað leggja ein 3oþúsund. Reyndi hann að selja'
það hvað eftir annað, en hepnaðist ekki. Mikill og verð-
mætur skógur er á landi þessu, sem ógrynni fjár mætti
hafa úr með því að saga niður í efnivið og selja til húsa-
gjörðar, en til þess þarf líklega meiri efni en nokkur ís-
lendingur á enn yfir að ráða
Árið 1907 lét Gísli Ólafssoii reisa íbúðarhús prýðilegt
á horni McDermot og Nena stræta. Það er úr ljósleitum
tígulsteini óg er eitt af allra-vönduðustu húsum í norður-
bænum, stórt og rúmgott, gjört úr dýru efni, vandað sem
bezt tná verða og hið kostulegasta að öllu. Mun það
hafa kostað vfir 20 þúsund doll.
Eins og fram er tekið áður, náði heilsufar Gísla sér
aldrei til fulls eftir áfallið 1906. Samt hugsaði hann og
starfaði líkt og áður,en mun hafa til þess fundið, að hann
var eigi með fullu fjöri og kröftum. Skömmu eftir áfell-
ið, seldi hann þeim Jóni Ólafssyni og Stefáni Sveinssyni
verzlan sína, sem þeir hafa rekið síðan. Eftir það hat'ði